Þrífættur Sigmundur á flótta

Hraustleg mótmæli við Austurvöll í dag og sjálfsagt munu fréttatímar kvöldsins verða undirlagðir af mótmælaklippum. Í dag hoppaði maður á milli miðla og fylgdist með því hvernig þingmenn gösluðu sér á milli kirkju og þings við setningarathöfnina.
Eggjum rigndi sem og hús- og bíllyklum, táknræn skilaboð með lyklana enda yfirvöld búin að gefa það út með verkum sínum að þau ætli sér ekki að verja neina velferð, aðeins fjármagnseigendur.
Í þessu fréttaflóði af mótmælunum í dag rakst ég á skemmtilega mynd hjá DV. Svo virðist sem þingsflokksformaður Framsóknar, Sigmundur Davíð, sé snar í snúningum, svo snar að linsa ljósmyndara DV merkti þrjá fætur á hlaupum hjá kappanum!
JB