2012

Saturday, October 28, 2006

Skál

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að við höfum ákveðið að ganga í heilagt hjónaband. Ég bað hennar Hilmu minnar frammi fyrir okkar nánustu fjölskyldu á föstudagskvöld........hún sagði..........JÁ : )

Þessa stundina er endalaus hamingja á Skólavörðustígnum og við erum bara að pakka niður fyrir Ástralíuferðina í sannkallaðri gleðivímu. Stefnan er tekin á brúðkaup í desember 2007.

Við eigum flug til London á mánudagsmorgun um kl. 9 og þegar til London verður komið tekur við 9 tíma bið eftir Ástralíufluginu. Já, 9 tíma bið. Það verður eintóm hamingja að spóka sig um á Heathrow flugvelli.

Þangað til næst

Hilma og Jón Björn

mynd: Við að skála á föstudag fyrir opinberuninni
(Smellið á myndina til að sjá hana stærri)

25 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þetta er athugun á commentakerfinu

4:40 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég þarf náttúrulega líka að prófa að kommenta. Það verður geggjað að geta verið í sambandi við ykkur frábæra fólk hér á meðan við erum á ferðalaginu

4:43 PM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með þetta dúllurnar mínar:-) Góða ferð og hafið það gott

5:21 PM  
Anonymous Anonymous said...

Innilega til hamingju með trúlofunina:) Þið eruð æðisleg. Hlakka til að fylgjast með ykkur í Ástralíu.

Kær kveðja,
Guðrún Þorgerður og Loftur

6:18 PM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju!!!
Við erum líka endalaust hamingjusöm :)
Verður gaman að heyra sögur þegar þið komið til baka og fylgjast með ykkur á síðunni ;)

7:31 PM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju kæru verðandi brúðhjón. Vonandi verður ferðin líka frábær og ég hlakka til að fylgjast með ykkur í gegnum bloggið. kv. Soffía og Steinar

9:13 PM  
Blogger Ragna og Ómar said...

Innilega til hamingju með opinberunina:) Vonandi gengur ferðin vel hjá ykkur. Bíð spennt eftir meira bloggi frá ferðinni.

Kærar kveðjur frá Sacramento,

Ragna Laufey

9:41 PM  
Anonymous Anonymous said...

VÁ!!! En gaman að heyra! Frábært! Til lukku með tilvonandi brúðkaup!!! Mér hefur alltaf þótt þið svo flott par :) Gaman að heyra þessar fréttir. Það verður gaman að fylgjast með ferðinni til Ástalíu.

Flórídaknús,
Ólafía

10:04 PM  
Anonymous Anonymous said...

Jeminn eini það eru aldeilis fréttir :) Til hamingju með þetta sæta par og tilvonandi brúðhjón. Hlakka til að fylgjast með ferðalaginu ykkar, bætir aðeins upp fyrir aðskilnaðarkvíðann á Skúlagötunni :) Hafið það rosa gott og góða skemmtun.
Kveðja Rut

12:53 PM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með trúlofunina kæru vinir.
Kveðja Örvar Á

1:59 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ohhhh innilega til hamingju turtildúfurnar mínar og góða ferð út í ævintýrin.
Kveðja Henný

2:14 PM  
Anonymous Anonymous said...

Innilega til hamingju með trúlofunina!!
Góða ferð út og góða skemmtun!
Bestu kveðjur, Þóra Teymismeðlimur

9:17 AM  
Anonymous Anonymous said...

Innilega til hamingju með trúlofunina og góða ferð :)
Kv. Sigrún Ósk

9:50 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hjartanlegar hamingjuóskir með trúlofunina:*
Þið eruð svo miklir æðibitar:D

Góða skemmtun og hafið það rosa gott... gaman að geta fylgst með ykkur:D

love frá Ólafsvík... (Ella sko):)

10:12 AM  
Blogger Ágústa said...

Innilega til hamingju með trúlofunina litlu turtildúfur! Og rosa góða ferð - við fylgjumst vel með ykkur ;)
Ágústa og Birnir

11:08 AM  
Anonymous Anonymous said...

Vá, til hamingju með trúlofunina. Góða skemmtun í Ástralíu...

Hulda sálfó

11:44 AM  
Anonymous Anonymous said...

Til lukku....eftir öll þessi ár Jón Björn:) enn og aftur þið eru og verðið flottust. Hafðið það gott í Ásralíu

12:28 PM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju med trùlofunina, ekki smà flott hjà thèr Jòn Bjorn ;)

...og gòda ferd til àstralìu, skilid kvedju til Ingrid frà fyrverandi "fùlu à mòti" ;o)

Tanti aguri.

Sigrùn Erla

12:58 PM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með trúlofunina, elsku Hilma og Jón Björn!

vala

9:58 PM  
Anonymous Anonymous said...

Æðislegar fréttir ;) innilegar hamingjuóskir með trúlofunina, þið eruð náttúrulega bara krúttlegasta parið sem ég hef séð enn og aftur til lukku og bið að heilsa öllum á Ramsey street hahahah
kv Elsý

11:47 PM  
Anonymous Anonymous said...

Elsku hjartans krúsídúllurnar mínar innilega til hamingju með trúlofunina, ég var að skoða þetta fyrst núna (segir svolítið um það hvað það er mikið að gera hjá mér).
Kveðja frá Bylgju, Sævari, Baldri Matthíasi og Sunnevu Ósk.

10:19 PM  
Anonymous Anonymous said...

Innilega til hamingju með trúlofunina kæru vinir, það var nú kominn tími á þetta;) Hlökkum mikið til desember 2007.
Kveðja, Engilbert og Sigrún Dögg

8:15 PM  
Anonymous Anonymous said...

Innilegar hamingjuóskir í tilefni af trúlofuninni! Hafið það gott í ferðinni- það er gaman að fylgjast með. Bestu kveðjur til ykkar allra
Lára og Bjartur, Njarðvík

9:07 PM  
Anonymous Anonymous said...

Til lukku með trúlofunina og gangi ykkur allt í haginn í framtíðinni.
Bestu kveðjur
Dóra, Gummi, Karel og Helgi

11:04 PM  
Anonymous Anonymous said...

Gaman að fylgjast með ykkur á þessu frábæra ferðalagi. Njótið ykkar vel,því hér er skítakuldi og brjálað rok. Hlakka samt mikið til að fá ykkur heim aftur.
Kveðja frá Ástu frænku

7:59 PM  

Post a Comment

<< Home