2012

Monday, September 17, 2007

Steggjun og gæsun lokið

Steggjun og gæsun um síðustu helgi. Magnað fjör, töluverðir timburmenn á sunnudeginum en það kom ekki að sök, við erum á lífi. Mikið óskaplega fannst mér gaman af því að sjá hann Jenna minn í steggjuninni. Kallinum var bara flogið beint frá Köben og í steggjunina og svo fór hann aftur út í morgun. Strákarnir komu og vöktu mig með látum og þar sá ég Jensinn og fannst ekkert sjálfsagðara, áttaði mig svo á því síðar um daginn að honum hefði verið flogið til okkar. Mér fannst bara eins og hann ætti enn heima hérna : )

Þökkum kærlega fyrir okkur, laugardagurinn var frábær.
Jón Björn og Hilma