2012

Monday, September 17, 2007

Steggjun og gæsun lokið

Steggjun og gæsun um síðustu helgi. Magnað fjör, töluverðir timburmenn á sunnudeginum en það kom ekki að sök, við erum á lífi. Mikið óskaplega fannst mér gaman af því að sjá hann Jenna minn í steggjuninni. Kallinum var bara flogið beint frá Köben og í steggjunina og svo fór hann aftur út í morgun. Strákarnir komu og vöktu mig með látum og þar sá ég Jensinn og fannst ekkert sjálfsagðara, áttaði mig svo á því síðar um daginn að honum hefði verið flogið til okkar. Mér fannst bara eins og hann ætti enn heima hérna : )

Þökkum kærlega fyrir okkur, laugardagurinn var frábær.
Jón Björn og Hilma

9 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Takk sömuleiðis fyrir frábæran dag. Átti alveg yndislegan dag með Hilmu og vinkonum:)

Kveðja,
Guðrún Þorgerður

1:46 PM  
Anonymous Anonymous said...

hæhó, vildi bara kvitta fyrir innlitið.
Ólafía

1:29 AM  
Anonymous Anonymous said...

hæhæ!!

Það var geggjað stuð á laugardaginn... geggjað gaman...

Kveðja Heiða.. ;-)

10:17 PM  
Anonymous Anonymous said...

Sæl elsku hjú. Við lendum á klakanum á fös. kvöldið ;) með partý-skapið í handfarangrinum. Guð ég get varla beðið, jíha :)

5:27 PM  
Anonymous Anonymous said...

Takk æðislega fyrir frábæran dag. Við getum ekki ímyndað okkur annað en að þið séuð í skýjunum núna:) Yndisleg athöfn og frábær veisla! Takk enn og aftur fyrir okkur.

ykkar vinir

Hlynur og Ásdís

4:27 AM  
Anonymous Anonymous said...

Innilega til hamingju með daginn kæru hjón. Kærar kveðjur frá Danmörk,

Rebekka Þormar

4:05 PM  
Anonymous Anonymous said...

Innilega til hamingju með giftinguna hjónaorn. Búin að fá myndir og nákvæmar lýsingar á öllu frá mömmu nú þegar:) Þetta hefur verið alveg æðislegt hjá ykkur, ekki við öðru að búast.
Hafið það sem allra best,
Ragna Laufey

4:38 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ elsku brúðhjón ... okkur langaði bara að kasta á ykkur kveðju og óska ykkur innilega til hamingju með daginn ykkar.

Ástarkveðja Día, Mark, Alexander og Daníel

7:20 PM  
Anonymous Anonymous said...

Kærar þakkir fyrir okkur
Það er von á myndum og einhverju sniðugu bráðlega hér inn
Jón Björn

5:55 PM  

Post a Comment

<< Home