Steggjun og gæsun lokið
Steggjun og gæsun um síðustu helgi. Magnað fjör, töluverðir timburmenn á sunnudeginum en það kom ekki að sök, við erum á lífi. Mikið óskaplega fannst mér gaman af því að sjá hann Jenna minn í steggjuninni. Kallinum var bara flogið beint frá Köben og í steggjunina og svo fór hann aftur út í morgun. Strákarnir komu og vöktu mig með látum og þar sá ég Jensinn og fannst ekkert sjálfsagðara, áttaði mig svo á því síðar um daginn að honum hefði verið flogið til okkar. Mér fannst bara eins og hann ætti enn heima hérna : )
Þökkum kærlega fyrir okkur, laugardagurinn var frábær.
Jón Björn og Hilma
9 Comments:
Takk sömuleiðis fyrir frábæran dag. Átti alveg yndislegan dag með Hilmu og vinkonum:)
Kveðja,
Guðrún Þorgerður
hæhó, vildi bara kvitta fyrir innlitið.
Ólafía
hæhæ!!
Það var geggjað stuð á laugardaginn... geggjað gaman...
Kveðja Heiða.. ;-)
Sæl elsku hjú. Við lendum á klakanum á fös. kvöldið ;) með partý-skapið í handfarangrinum. Guð ég get varla beðið, jíha :)
Takk æðislega fyrir frábæran dag. Við getum ekki ímyndað okkur annað en að þið séuð í skýjunum núna:) Yndisleg athöfn og frábær veisla! Takk enn og aftur fyrir okkur.
ykkar vinir
Hlynur og Ásdís
Innilega til hamingju með daginn kæru hjón. Kærar kveðjur frá Danmörk,
Rebekka Þormar
Innilega til hamingju með giftinguna hjónaorn. Búin að fá myndir og nákvæmar lýsingar á öllu frá mömmu nú þegar:) Þetta hefur verið alveg æðislegt hjá ykkur, ekki við öðru að búast.
Hafið það sem allra best,
Ragna Laufey
Hæ elsku brúðhjón ... okkur langaði bara að kasta á ykkur kveðju og óska ykkur innilega til hamingju með daginn ykkar.
Ástarkveðja Día, Mark, Alexander og Daníel
Kærar þakkir fyrir okkur
Það er von á myndum og einhverju sniðugu bráðlega hér inn
Jón Björn
Post a Comment
<< Home