Beðið eftir steypibaðinu
Við bíðum þess enn að sturtan okkar verði tengd og henni komið í gagnið. Í augnablikinu ganga allar framkvæmdir voðalega hægt hjá okkur í íbúðinni og ef við viljum komast í steypibað þá verðum við að gjöra og svo vel að skella okkur í ræktina eða í sund og hana nú. Sturtuleysið yrði þó aldrei til þess að undirritaður kæmist í form...er það?
Annars vorum við að koma heim frá Köben þar sem við dvöldum hjá Sigrúnu og Jenna, hittum aðeins á Jórunni Björk og Elísu og nutum bara lífsins út í ystu æsar. Magnað að vera þarna niður á Íslandsbryggju, ég tapaði mér alveg á einhverju sjóstökkbretti sem var þarna í höfninni, stutt í barnið í manni.
Ef einhver kann að setja upp sturtu og tengja nippihné við pp rör í kvarttommu þá er sá hinn sami boðinn í kaffi til okkar : )
Nú bara bíðum við uns píparinn okkar hringir með nokkurra mínútna fyrirvara og kemur og græjar málið, þangað til verðum við að sturta okkur í ræktinni, ekki málið.
1 Comments:
Damm ég vildi að sturtan mín mundi hætta að virka svo að ég mundi drulla mér í ræktina!!
Post a Comment
<< Home