Staðið í ströngu
Ég ætlaði vart að hafa það að skrá mig inn á síðuna því langt er um liðið síðan við Hilma blogguðum hérna síðast. Við vildum bara endilega láta ykkur vita að nú stöndum við sveitt í flutningum, eða þannig. Erum á fullu við að koma öllu okkar dótaríi niður í kassa og svo fáum við íbúðina í Skipholti afhenta 1. júlí. Þetta verða fróðlegir flutningar þar sem við erum að flytja upp á fjórðu hæð og engin er lyftan. Ekki súpa hveljur því við leigjum okkur skotbómu og ætlum ekki að biðja neitt af ykkur um hjálp, hehe. Bjóðum ykkur bara í innflutningspartý þegar þar að kemur.
Næsta færsla verður væntanlega úr nýju íbúðinni.
Jón Björn
1 Comments:
nohhh bara komið blogg:)
Það verður æði á morgun að fá nýju íbúðina, við kíkjum á ykkur í vikunni við uppbygginguna á pleisinu:) Verðum farin út á land í sumarfrí þegar að flutningum kemur þannig að eins gott að þið þurfið enga hjálp;)
Kv. GÞÁ
Post a Comment
<< Home