2012

Tuesday, February 13, 2007

Íbúðakaup og búningaverðlaun

Við höfum fest okkur íbúð, já, nú er það komið í höfn. Við Hilma munum flytjast í Skipholtið í Reykjavík í maí á þessu ári. Magnað! Íbúðin er alls 113 m2 með bílskúr og geymslu og beint á móti American Style. Sem betur fer er hún á fjórðu hæð annars hefði verið hætt á því að undirritaður myndi endanlega hverfa í skyndibitasukkið.

Útsýnið er frábært og núna á mánudag fengum við að vita að við stóðumst greiðslumatið. Það á víst að vera lítið mál en þetta var okkar fyrsta greiðslumat... alveg blaut á bak við eyrun : )

Því miður eigum við ekki mynd af blokinni til að sýna ykkur því hún er jú farin af fasteignavefjunum… þar sem við keyptum hana. Í staðinn skal ég lýsa henni í grófum dráttum. Stórar og góðar svalir, grillsvalir. Old fashion eldhúsinnrétting sem eflaust hefur séð sitt magn af sviðum og slátri. Piparmyntuflísar á baðinu, lögum það síðar. Tvö svefnherbergi, nóttin í aukaherberginu fer á 5.500 og svo 7500 með morgunmat í bólið. Stofan er stór með einhverjum panel á stærsta veggnum, spurning um að hrauna þann vegg og búa til klifurgrind. Skápur í forstofu, mest allt parket á gólfi og fataherbergi gengt svefnherbergjunum. Útsýni í átt að Hallgrímskirkju frá svölum og úr eldhúsi og svefnhverbergjum getum við næstum því séð hvort það sé djamm á Broadway.

Annað skemmtilegt sem ég verð að segja ykkur frá. Um síðustu helgi fórum við Hilma í 25 ára afmæli hjá Agnari frænda hennar. Það var grímubúningateiti. Skylda að allir myndu mæta í grímubúningum. Hilma fór sem gömul kona og ég fór sem…Guðmundur í Byrginu. Fékk verðlaun fyrir flottasta búninginn. Var í gúmmítúttum, gallabuxum, vinnuskyrtu, leðurjakka, með kúrekahatt og svo verslaði ég forláta ,,mullet-hárkollu” í Hókus Pókus og fékk fyrir vikið fyrstu verðlaun. Ég var beðinn um að fara með ræðu við útnefninguna, hún var stutt, einhvern veginn svona: ,,Það er svo langt síðan ég hef unnið eitthvað svo ég ætla að tileinka þennan sigur sjálfum mér.” Þar hafið þið það.

Þangað til næst,
Jón Björn

14 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hahaha ég í alvöru skellti upp úr þegar ég las í hvaða búning þú varst!!

En innilegar hamingjuóskir með íbúðina, þið eruð bara að verða fullorðin! Allt að gerast bara. Hlakka til að koma í grill á svalirnar:)

PS. ánægð með að það var komin ný færsla - hin var orðin svoldið old..

Kv. Guðrún og Loftur

7:17 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hlakka til að fara og kíkja á íbúðina :)

12:01 AM  
Anonymous Anonymous said...

Innilega til hamingju með íbúðakaupinn, og til hamingju með sigurinn var nokkuð von á öðru :)

kíki á ykkur við tækifæri þegar ég er flutt á klakkan

bið að heilsa gamlasetinu Hilma

kveðja Inga, Friffi og prinssesurnar

12:46 PM  
Anonymous Anonymous said...

VÁ! til lukku með íbúðarkaupin. Skemmtileg lýsingin á íbúðinni... lýst svoldítið vel á klifurvegginn.... huuummmm....

kannast við mig í þessu hverfi, bjó rétt hjá Stýrimannaskólanum í eitt ár þegar ég var ung og vitlaus á fyrsta ári í HÍ. Fínt hverfi og ekki spillir American Style fyrir.

Flórídakveðjur,
Ólafía

9:04 PM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með íbúðina :) Rosa spennandi!
Kv. Sigrún Ósk

12:50 PM  
Blogger Hilma og Jón Björn said...

Það verður nú soldið fjör að vera með grill á svölunum og klifurvegg inni í stofu. Hljómar sem mjög skemmtilegt innflutningspartý :)

10:42 AM  
Anonymous Anonymous said...

sammála hljómar mjög spennandi!!

11:58 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ef það eru einhverjar tillögur þá skulum við athuga hvað við getum gert - t.d. heitur pottur úti á svölum, fótanuddtæki við hvern stól í stofunni og eða vatnsrennibraut á baðherberginu : )

12:28 PM  
Anonymous Anonymous said...

Spurning um að setja pott í garðinn og svo vatnsrennibraut af svölunum niður í pott. Og já svo væri frábært að hafa svona sápukúludiskó!!

3:08 PM  
Blogger Ragna og Ómar said...

Til hamingju með íbúðina. Frábært hjá ykkur. Vá hvað það verður gaman að fara í heimsókn til ykkar:)
Alger draumur að hafa American Style svona nálægt... dreymir reglulega um ekta American Style borgara, það er nebblega ekki til neitt eins gott í Ameríku.... hmmm!?!

Sjáumst bráðum,

Ragna Laufey

6:31 PM  
Anonymous Anonymous said...

Er mér boðið líka í svona skemmtilegt partý?

Fía

11:05 PM  
Anonymous Anonymous said...

Madur má varla sleppa netheiminum í nokkra daga og skreppa upp í sveit thá er bara allt búid ad gerast hérna inni ;)

Hjartanlega til hamingju med íbúdarkaupin kæru vinir:) Líst sko vel á thetta hjá ykkur. Samt skrítid ad hugsa til thess ad koma ekki aftur til ykkar á Skóló thar sem ég veit ekki hvenær næsta heimsókn á klakann verdur !!!

Hafid thad gott elskurnar...

11:36 PM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með íbúðina! Hlakka til að koma og skoða :)

2:23 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ hæ til hamingju með íbúðarkaupinn Hilma mín og ,,Guðmundur,, mjög skemmtileg lýsing á íbúðinni á ekki bara að flytja beint inn, þarf nokkuð að gera?. kv úr sandíhill Gyða og co

10:50 PM  

Post a Comment

<< Home