Jólaljósadýrð í Singapore

Í morgun skelltum við okkur í hótelsundlaugina og við Siggi tókum eina risaskák. Ekki salernisferð eins og sum ykkar myndu halda heldur alvöru skák við laugarbakkann. Taflmennirnir voru um 50 cm háir. Í fljótu bragði þá var ég mátaður, þurfti reyndar að segja Sigga frá því en mátaður engu að síður.
Nú erum við bara að slappa af uppi á hóteli og eigum pantað borð á veitingastað hér við höfnina. Á morgun förum við kannski í vatnsrennibrautagarð og þaðan á eyju hér skammt frá.
Þangað til næst
Jón Björn
Mynd: Dæmi um jólaglingrið hér í Singapore
6 Comments:
Hæ,hæ ferðalangar. Jómbi þú verður að passa Nafna ef hann fer í rennibrautina. Annas gaman að sjá hvað þið skemtið ykkur vel. Er Nafni ekki að springa eftir allt þetta át sem hefur verið á honum.
Hæ elskurnar, buid ad vera hreint ævintyri að fylgjast med ykkur,madur er bara ordinn hadur sidunni ykkar haha, Passid nu afram vel uppa hvert annað-hlakka ROSALEGA til ad fa ykkur öll heim.Heyrum vondandi i ykkur um helgina. Knusknusknus ;-)
Ég held að þið verðið bara að halda áfram að ferðast um heiminn svo við hin getum fylst með ykkar skemmtilegu ævintýrum. Haldiði að þið getið ekki bara fengið styktaraðlia sem væri tilbúin að borga heimsreisu fyrir ykkur öll með þeim skilyrðum að þið bloggið fyrir okkur hin í hversdagsleikanum. Ég segi sama.... maður er bara háður því að fylgjast með... eins spennandi og "prison break" eða eins skemmtilegt og "office". ;)
Ólafía
ps. ég tek eftir því Jón Björn að þú hefur ekki verið settur í steininn (amk ekki enn) fyrir að nota íslenska stafrófið í Singapore! ;)
Ólafía
Hæ öll sömul!
Gaman að fylgjast með ykkur. Hvenær komið þið á klakann?
Hlakka til að sjá ykkur .
Bestu kveðjur úr Dalalandinu.
Kristín
Vid komum a klakann a manudag, seinni part.
Post a Comment
<< Home