2012

Sunday, November 19, 2006

Á sjó...

Svo lengi sem elstu menn muna hafa verið miklir sægarpar í minni ætt, þá í föðurlegginn. Í reynd er ég skírður í höfuðið á bræðrunum Jóni, Birni og Ólafi sem létust allir fyrir aldur fram í sjóslysi. Einn þeirra mun hafa látist skömmu eftir að hann komst við illan leik til byggða. Þó fræknir garpar í minni ætt hafi sótt sjóinn af krafti þá virðist sjósóknin ekki vera mér í blóð borin. Þá fáu róðra sem ég fór í með föður mínum ældi ég eins og múkki í hverjum túr og á því varð engin undantekning í gær þegar við fórum í sjóstangveiði í steggjapartýinu hjá Sam. Allir úti á dekki að fiska nem aumingja Jón sem lá veikur fyrir og á köflum held ég að hluti af æðakerfinu hafi farið með nokkrum gusunum út úr mér. Þetta var ruuusalegt.

Fyrr í vikunni fórum við Hilma og Ingrid í ,,Wildlife Park” sem staðsettur er hér skammt utan borgarmarka Perth. Við fengum að klappa kengúrum og koalabjörnum, mjög sérstakt og gaman að komast í návígi við þessi dýr sem maður hefur aðeins séð á sjónvarpsskjánum.

Fyrir ykkur sem eruð orðin spennt eftir fréttum úr gæsapartýinu þá verður þær ekki að finna í þessari bloggfærslu. Læt hana Hilmu mína um það.

Þegar í land var komið úr steggjapartýinu náði ég loks sönsum að nýju og tóku þá allir hraustlega til drykkju sinnar eins og vera ber á svona kvöldum. Við grilluðum okkur fisk sem heitir Dhu-fish og var hann ekki ósvipaður á bragðið og skötuselur, sannkallað sælgæti. Fiskurinn var tæp 9 kíló og dugði hann okkur öllum en um 20 manns voru í steggjaveislunni.

Sam, verðandi eiginmaður Ingridar, á tvo bræður. Annar heitir Griffin og hinn Luc og þegar Griffin giftist var hann brennimerktur, dagsatt. Brennimerktur með upphafsstaf sínum og eiginkonu sinnar. Þegar vígalegur vinahópur Sam gekk út með rauðglóandi járnið á laugardagskvöld missti Sam andlitið. Stafirnir S og I voru á járninu og Luc og Griffin héldu dauðskelfdum bróður sínum í veiklulegum plaststól. Þeir báru járnið upp að Sam og var ekki annað að sjá en að líða myndi yfir strákinn, rétt áður en járnið snerti magann á Sam breyttu þeir um stefnu á járninu og bægðu því frá. Get ekki annað sagt en að Sam hafi verið mjög feginn. Þegar bræðurnir brennimerktu Griffinn þá var hann með umbúðir á sárinu í margar vikur. Góður hrekkur á Sam þarna en þegar Griffin var brennimerktur ku það hafa verið all ruuusalegt.

Ég ætla ekki fara mikið nánar út í það hvað fór fram í steggjapartýinu, það er ekki eitthvað sem maður á að vera að setja á prent. Þá ætla ég heldur ekki að vera að þrykkja inn myndum af því af augljósum ástæðum. Þegar öllu er á botninn hvolft var þetta bara vel heppnað steggjapartý en steggjapartý engu að síður. Allt mjög secret!

Sigurður veiðimaður og ég fórum með kunningjum okkar hérna í morgun inn í Perth og fylgdumst þar með Red Bull flugkeppninni þar sem flugvélar fljúga milli hindranna sem staðsettar eru á vatni. Mjög svalt og um 300 þúsund áhorfendur voru þarna í dag. Tilkomumikil sjón. Engin var þó aðdráttarlinsan og þetta því það besta sem ég get sýnt ykkur, svo sem ekkert til að hrópa húrra fyrir en hvað um það.

Þið bíðið bara spennt eftir gæsapartýbloggfærslunni hennar Hilmu.

Kveðja,
ÆluJón

Mynd 1: Hilma og Skippy
Mynd 2: Hilma fékk að halda á þessum stóra frænda koalabjarnarins, man ekki hvað dýrið heitir, en þetta voru hennar viðbrögð þegar starfsmaður í garðinum sagði okkur að dýrið þyrfti að gera nr. 2.
Mynd 3: Þessi fugl var í fullri reisn, áhugamenn um fróðleiksmola mega endilega commenta hérna og segja okkur hvað fuglinn heitir.
Mynd 4: Við Red Bull keppnina í dag.

15 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Æðislega skemmtileg færsla :) Jafn skemmtileg og svipurinn a Hilmu a mynd numer 2..HAHA!
Goða skemmtun ;-)

1:02 PM  
Anonymous Anonymous said...

hæ öll sömul...alltaf gaman að lesa bloggið ykkar...leitt með sjóveikina Jón Björn en þú ert ekki einn um það hehe...og frábær mynd af þér Hilma...smá fréttir hér að heiman...það er allt á kafi í snjó...það er sko vetur hér burrr...bíð spennt eftir hvernig gæsapartýið var...kveðja í bili

1:12 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ elskurnar,snilldar-frasögn :-)Nonni minn þvi midur þa fekkstu fleira fra mer en ljosa harið haha..Jökull Eyfjörð var prinsinn hja Ingvari og Möggu skirður-flott nafn.Það er þetta með pafuglinn-engar kommur a lyklaborðinu-ertu að grinast eða varstu ekki viss?? Ævintyrid heldur afram hja ykkur en við erum farin að sakna ykkar all svakalega,,biðum eftir bloggi fra Hilmu og Stinu um þeirra ,,gæsateiti" Love u - mamman

6:05 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hahahahaha æðisleg mynd af Hilmu:) Frábært dýr líka, væri gaman að fá að vita hvað það heitir. Ég held að fuglinn sé páfugl Jón Björn. Hlakka til næstu færslu.

Kveðja
Guðrún Þorgerður

6:24 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ussss bara legið í koju! svona getur ælan farið með mann:(
en mér þykja svipbrigðin á þér Hilma mín óborganleg:D ég lá í kasti hérna yfir henni:)

og svo þið getið notið þess enn betur að vera þarna þá er snjórinn hérna (á skaganum allavega) sá mesti í mörg ár!!

Aframhaldandi góða skemmtun:)

Kv. Ella

8:40 PM  
Anonymous Anonymous said...

Jómbi þú ert ekki sannur Hafnamaður ef þú hefur verið sjóveikur ?. Annas gaman að lesa frásagnir ykkar og ykkur virðist líka lífið þarna fyrir neðan okkur. Nafni það gengur bara vel hjá okkur Jóni og stelpurnar láta vel af stjórn.

11:47 PM  
Anonymous Anonymous said...

Halló Hilma og Jón Björn!! Ég rambaði inn á þessa síðu fyrir tilviljun. Þetta ævintýri ykkar hljómar æðislega spennandi.. Og innilega til hamingju með trúlofunina !! :-)

Kv. Hjördís Birna (úr fimleikunum) ;-)

10:07 AM  
Anonymous Anonymous said...

Gaman að fylgjast með ykkur og sjá hvað þið skemmtið ykkur vel :) Kveðja úr snjóskaflinum,
Sigrún Ósk

11:45 AM  
Anonymous Anonymous said...

óborganlegur svipurinn á þér Hilma mín, alltaf jafn gaman að fá fréttir af ykkur og maður bíður spenntur eftir hverri nýrri færslu. Standið ykkur eins og hetjur í fréttaflutningi :)
Kveðja Rut

3:37 PM  
Anonymous Anonymous said...

sæl og blessuð öllsömun!!! Gaman að fa að fylgjast með ykkur.. flottur svipur Hilma ;-) bestu kveðjur frá klakanum Heiða, Balli og Alexander Breki...

P.s. Kveðja til Ingridar og takk fyrir kveðjun á heimasíðunni hans Alexanders Breka...

7:33 PM  
Anonymous Anonymous said...

Eg brosi naestum thvì allan hringinn verst ad eyrun sèu fyrir!!

Allveg snyldar mynd af Hilmu :o) hehehe

Gaman ad heyra ad thad sè nytt aevintyri à hverjum degi, bìd spennt eftir pistli frà Hilmu af gaesapartìinu.

Kvedja frà Pastalandinu.

9:26 PM  
Blogger Rósaklikk said...

Guð minn góður!!! Steggjapartý hmmm hvað hefur gengið þarna á?? Gama að fylgjast með ykkur. Þú ert ekkert smá skemmtilegur penni.

12:18 AM  
Anonymous Anonymous said...

Þessi mynd af henni Hilmu með þetta risa dýr í fanginu er alveg drepfyndin! Þetta dýr er eins og blanda af svíni og stórri rottu...ahaha.

Hulda Sæv.

11:19 AM  
Anonymous Anonymous said...

Helvítis hlýtur að vera gaman þarna - Jón, þetta er ekki alveg eins og gamla Sparisjóðs dagatalið spáði fyrir hérna um árið þar sem drengurinn sat vel græjaður og gallharður í trillunni - þaulvanur.

En annars, til lukku með trúlofunina. Þið hafið loksins náð að safna fyrir hringnum hans Jóns, það fer ekkert smá efni í svona stóran hring. (Sjóarafingur??) En það er annað með mig, ég er með svo stutta putta að það er eins og ég sé með spelku á baugfingri :)

Góða skemmtun,
kv.Davíð

2:39 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ!
Gaman að sjá að þið skemmtið ykkur vel :) Skemmtileg myndin af þér Hilma! hlakka til að heyra allar sögurnar þegar þið komið heim!

4:01 PM  

Post a Comment

<< Home