Brottför
Nú erum við bara á leiðinni í háttinn og þegar þið lesið þetta verðum við örugglega komin í loftið og farin að nálgast London baby. Sunnudagskvöldið var bara rólegt hjá okkur í faðmi fjölskyldunnar og vitaskuld fengum við grillaðan lax að hætti Óla Björns, bara sælgæti af teinunum.
Helgin var ótrúlega fljót að líða og við erum sem betur fer búin að ná mesta kvefinu úr okkur en eitthvað eimar þó eftir af íslensku sultardropunum. Þeir verða vonandi til grafar bornir um leið og við lendum í Sydney, sem verður seint á þriðjudag.
Um 30 klukkustunda ferðalag er fyrir höndum og við fjárfestum í tveimur Arnalds bókum, Synir duftsins og Mýrin, til að halda okkur við efnið í vélinni. Einnig fær lappinn að fljóta með svo við þurfum ekki að einskorða okkur við innanflugs efnið sem verður á boðstólunum í fluginu. Það getur verið æði misjafnt hvursu vel sú skemmtidagsrá er límd saman.
Kveðja, Hilma og Jon Björn
4 Comments:
30 tímar og einungis 7 mínútur búnar nákvæmlega núnar... þið eigið eftir að festast í bókunum og þetta líður eins og ekkert sé!! hehehe eða ég vona það:)
Bon voyage:*
Ella
hæ!
Til hamingju með trúlofunina elsku dúllurnar mínar og góða ferð til Ástralíu :) Hafið það rosalega gott úti og hlakka til að sjá ykkur í des!
Mýrin er miklu betri en synir duftsins:)
Innilega til hamingju með trúlofunina og góða ferð til Ást-ralíu ;)
kk
Ingella, Jörundur og Jakob Þór =fráfarandi nágrannar :/
Innilega til hamingju með trúlofunina elsku Hilma og Jón Björn! Ekkert smá skemmtilegar fréttir :) Góða skemmtun úti, ég hlakka til að fylgjast með ykkur!
Ásdís
Post a Comment
<< Home