2012

Monday, November 06, 2006

Blue Mountains

Þá er helgin að baki hjá okkur og á morgun, þriðjudag, fljúgum við frá Sydney til Perth á vesturströnd Ástralíu en flugið mun taka um 5 tíma. Þetta er búið að vera ánægjulegt hjá okkur í Sydney en við höfum ekki farið varhluta af vatnselgnum. Það rigndi alla helgina svo við héldum okkur að mestu leyti innandyra. Á sunnudag fórum við reyndar í fínan bíltúr upp í Bláfjöll eða Blue Mountains eins og þau kallast víst hér í landi. Fallegur staður og nokkuð frábrugðinn því sem maður á að venjast heima á Íslandi en í þessum Bláfjöllum var allt skógi vaxið.

Síðastliðið föstudagskvöld fórum við út að borða á veitingastað sem heitir Café Sydney og er staðsett mitt á milli brúarinnar frægu og Óperhússins sem vart þarf að kynna til leiks. (Fyrir áhugamenn um sögumola þá var það danskur arkitekt sem hannaði óperuhúsið fræga eftir að hans tillaga var valinn úr hópi innsendra hugmynda en yfirvöld í Sydney höfðu efnt til hönnunarsamkeppni í kringum óperuhúsið. Þar hafið þið það : ) En ef við vindum okkur aftur að matsölustaðnum þá var útsýnið stórbrotið og staðurinn ekki af verri endanum, gúrrme kræsingar á hverjum disk og rautt með því. Ekki slæmt.

Ég og Hilma fórum í dag að skoða okkur um í University of Sydney en það er um 50 þúsund manna skóli og leist okkur bara ansi vel á dýrið og getum vel hugsað okkur að fara þangað í masters nám. Þó er ekkert ákveðið svo mamma þú getur alveg haldið ró þinni hehe.

Ingrid, stóra systir hennar Hilmu, tekur á móti okkur í Perth og þá getur verið að við förum beina leið til Margaret River sem er sunnan við Perth og dveljum þar í sumarhúsi. Það þýðir að eitthvert hlé verði á bloggduglegheitunum en þið bara haldið áfram að hanga á hverju einasta orði sem við skrifum : )

Næsta blogg kemur frá Perth.

Eins og mín heittelskaða myndi segja... koss, knús og kram frá Ástralíu and put another schrimp on the barby.

Jón Björn og Hilma

Mynd 1: Frá vinstri, Sigurður Þórsson eðaltöffari og laxveiðimaður með meiru, Shane Hartwig, bróðir Ingridar og gull af manni í alla staði og þennan lengst til hægri þarf vart að kynna enda þvílíkt sjarmatröll og lúxusbeibí þarna á ferð : )

Mynd 2: Hilma kroppur við óperhúsið á mánudag.

Mynd 3: Kletturinn ,,Þrjár systur” í áströlsku Bláfjöllunum

22 Comments:

Anonymous Anonymous said...

sæl öllsömul..mikið rosalega er gaman að fá að fylgjast svona með ykkur...hér er allt svo sem gott að frétta...síðustu laufblöðin fuku af um helgina þegar mjög djúp lægð gekk yfir landið og meira segja millilandaflugið datt niður í marga klukkutíma...en í dag sýnir verðurguðinn sitt besta andlit og er 10 stiga hiti og logn :) vona að þið hafið það gott í fluginu og að Perth taki vel á móti ykkur...kveðja Gústa

12:52 PM  
Anonymous Anonymous said...

Bara eitt orð: GJeggað!!!

6:30 PM  
Anonymous Anonymous said...

HÆ!
Gaman að fylgjast með ykkur. Bið að heilsa ykkur öllum. Bestu kveðjur til Ingrid.
Kem til með að fylgjast með ykkur áfram.
Bestu kveðjur úr Dalalandinu.
Kristín Alfredsd.

9:05 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæhæ:)
Farin til Kanarí (brúnkukeppnin er hafin..haha!!)
Hlakka til að lesa um ykkur þegar ég kem heim!
Love u guys :)
litla systir

11:58 PM  
Anonymous Anonymous said...

Kæru vinir.
Það mjög gaman að fylgjast með ykkur. Kær kveðja til ykkar allra og stórt Rúsínuknús.
Bylgja Baldursdóttir

1:51 AM  
Anonymous Anonymous said...

Þið eruð bara æði.... það er ekki hægt að segja neitt annað.... ;-)

Vonandi hafiði það sem allra allra best öllsömun....

kossar og knús....

Heiða, Balli og Alexander Breki

P.s. Hilma það er ein afmælisgjöf en ég borga bara fyrir þig... ;-)

1:52 AM  
Anonymous Anonymous said...

Djöfull gaman af þessu hjá ykkur, maður verður smá abbó að sjá ykkur svona í sólinni samt. Hlökkum til að lesa næsta póst og hafið það sem allra best þangað til;)
Bestu kveðjur Engilbert og Sigrún Dögg

8:10 PM  
Anonymous Anonymous said...

Sæl öllsömul
Það er búið að fylgjast vel með ferðalaginu ykkar.
Amma Erla og Mari afi voru að lesa fréttir af ykkur.
Koss og knús frá okkur
Lilla,Þráinn, Dagmar og Örvar

11:08 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ, gaman að frétta af síðunni svo við getum fylgst með!
Hér er gott að frétta, Halla er ekki enn komin með krílið, hún er komin fjóra daga fram yfir (átti að eiga 3.nóv). Día er hálfnuð og fór í sónar í dag. Það var stuð á krakkanum og var grísinn ekki kyrr í eina sek. Áætlaður komudagur afkvæmis nr. 2 er 28. mars.

Vonum að Halla Rós verði búin að koma krakkanum út næst þegar þið fáið fréttir.

Skemmtið ykkur hrikalega vel!!!

Kveðja, Día og Sölvi.

12:06 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hann er flottur sundlaugarvörðurin og stórlaxveiðimaður. Gaman að sjá hvað þið njótið ykkar hinumegin á hnettinum. Hvar er mamman ? tekur hún allar myndirnar.

2:14 PM  
Anonymous Anonymous said...

Vó voðalegur HÖNK er gaurinn í hvítu skyrtunni og svarta bolnum. Er þetta ástrali?? hahaha
Víkurfréttakveðja
g og allir hinir
ps. og til lukku kæru turtildúfur :)

5:10 PM  
Blogger Rósaklikk said...

Vá þetta er æðislegt hjá ykkur sjarmatröllinu og kroppinum hahaha. Vildi að það væri svona gott veður hjá mér eins og á myndunum hjá ykkur. Það er byrjað að snjóa hér í Rvk og orðið bara pínu jólalegt. Kiss kiss og góða skemmtun

6:39 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæhæ og til hamingju með trúlofunina, hlakka til að mæta í brúðkaup að ári :)annas er allt gott að frétta og gaman að gera fylgst með ykkur. Hafið það sem allra best :)

7:29 PM  
Anonymous Anonymous said...

Kv. Gunnhildur frænka

7:29 PM  
Anonymous Anonymous said...

Vá, sá slóðina á síðuna á msninu og ákvað að kíkja á flottu ferðalangana. Endalaust æðigæði góða skemmtun og njótið lífsins í botn.
Innilega hamingjuóskir með trúlofunina.... Æðislegt alveg...
kv. Mæja Óla og co

7:36 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hae allir! Vid hofum thad BARA super gott i Perth. Thad er ekki eins adgengilegt internet hja okkur og i Sydney en vid munum setja inn faerslu fljotlega. Nuna er eg heima hja Ingrid og vid erum ad gera okkur klarar fyrir matarbod hja mommu hennar. Vedrid er buid ad vera rosa fint, vid erum buin ad fara a strondina og na okkur i sma brunku og pinulitid af bruna, ekkert of mikid tho :) Shoppudum soldid i dag, Jon Bjorn er ekkert alsaell med "the wife to be" ,,,hehe
Heyrumst fljotlega, takk fyrir allar kvedjurnar, eg elska thaer.

Luvs, Hilma

P.s. vid buum i gedveiku husi!

11:51 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hvað meinar maðurinn?? Ég hélt að hann elskaði að versla:) Hann stóð sig allavega vel í NY þó að sumir hafi verið duglegri.
Verlsaðu bara eins og þú getur það er ekki eins og þú sért í Ástralíu á hverjum degi...

2:50 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ! Gaman að heyra að þið skemmtið ykkur vel :) maður má nú líka alltaf versla smá ;) hafið það gott og skemmtið ykkur svaka vel þarna "down under"... hlakka til að hitta ykkur þegar þið komið aftur!
kveðja Hjördís

6:30 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ öll sömul. Gaman að sjá hvað þið skemtið ykkur vel. Jónbi hvað með hressand mynd af Nafna fyrir okkur í Sundmiðstöðinni. Þú verður að senda fréttir reglulega því allir eru að fylgjast með ykkur.

9:18 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ hó flottu tilvondni brúðhjón. Langaði bara að kvitta fyrir viðlitið hingað inn. Frábært að fylgast með ykkur :)

Ólafía

12:27 AM  
Anonymous Anonymous said...

Æði gaman hjá ykkur..og til hamingju með trúlofunina, þið eruð BARA sæt :)Ég ætla að vera dugleg að fylgjast með koss koss frá okkur..

María

3:57 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ öll sömul. Hilma og Jónbjörn innilega til hamingju með trúlofuna. Ég er búin að vera að lesa um ævintýra ferðina til Ástralíu . Hafið þið það sem best áfram og verið dugleg að blogga. Kveðja Sigga og Ragnar Örn.

12:28 AM  

Post a Comment

<< Home