Heathrow

Flugið til Sydney er kl. 21:30 og hefur biðin verið fremur löng, sérstaklega fyrir undirritaðann sem telst ekki með þolinmóðari mönnum. Flugið hingað út var svosem ágætt og fengum við kartöflubita og eggjastöppu í vélinni á útleið. Merkilegt hvað mér tekst aldrei að sofna í flugvélum. Vona þó að það takist þar sem okkar bíður 11 tíma flug til Bankok. Þegar þangað verður komið munum við millilenda í um einn og hálfan tíma og svo aftur upp í vél og þá eru 9 tímar til Sydney. MasterCard er fyrir allt annað.
Í London er nú um 10 stiga hiti og alskýjað, aðeins betra en heima á fróni þegar við héldum af stað í morgun : ) við sáum það í gær að það er spáð um 16 stiga hita þegar við lendum í Sydney og sagði framtíðarspáin á www.wunderground.com að það gæti verið von á rigningu fyrstu dagana okkar í Ástralíu.
Við höfum þetta ekki lengra í bili og næst þegar þið fréttið af okkur verðum við örugglega komin til Sydney.
Þökkum kærlega fyrir allar fallegu kveðjurnar sem okkur hafa borist á síðunni. Við elskum ykkur líka :)
Þangað til næst
Jón Björn, Hilma, Siggi og Stína
mynd: Siggi og Stína höfðu það gott í vélinni á útleið
4 Comments:
Hæ elskurnar, manni lídur bara eins og madur sé med ykkur í ferdalaginu...madur fær thetta bara beint í æd hérna á netinu jafnódum og allt gerist ;)
Hlökkum til ad fylgjast áfram med ykkur hérna á blogginu...enda algjört ævintýri byrjad og snilldar penni hérna á ferd til ad gera thetta ennthá skemmtilegra fyrir okkur hin sem bídum spennt eftir næstu færslu :)
Hafid thad súper gott öll sömul,
Kv frá Köben....Elísa og Jói
Vá hvað ég átti ekki von á svona dugnaði í blogginu:) Líst vel á ykkur og hlakka til að fylgjast með ykkur hér á netinu. Hafið það gott gott gott...
hæhæ.. Vona að þið hafið náð að sofa eitthvað í fluginu til Bankok. Hlakka til að heyra í ykkur næst :)
Hæ hæ... Til hamingju með tilvonandi brúðkaup hilma og Jón Björn. Ég á eftir að fylgjast með ykkur hér á síðunni ykkar. Hafið það gott í Ástralíu ;)
Post a Comment
<< Home