Lífið í Sydney

Við létum sólina leika um okkur í gær og í fyrradag en gula kvikindið faldi sig í dag og það féllu meira að segja nokkrir rigningadropar á okkur. Spáir ekkert svo góðu fram yfir helgi en hitinn er yfir 15°c þannig að ég ætti ekkert að vera að kvarta. Jón Björn og pabbi fóru nú samt og syntu í sjónum kl. 7 í morgun. Þeir gátu ekki verið minni menn þegar Shane bauð víkingunum í kalda sjóferð.
Shane & Louise eru bara yndisleg og gætum við ekki hugsað okkur betri gestgjafa. Ekki að spyrja að því þegar fólk úr fjölskyldunni hennar Ingridar er annars vegar. Við erum að fara út að borða í kvöld og ætlum jafnvel að fara aðeins á tjúttið. Verðum að kíkja á næturlífið í Sydney áður en við höldum á vesturströndina.
Þangað til næst góða fólk,
Hilma og Jón Björn


11 Comments:
Vúhúú í léttri sveiflu;)
maður dauðöfundar ykkur þrátt fyrir að það sólin láti ekki sjá sig.. hér er bara rigning og rok eins og íslandi er von og vísa!
En hlýnar að innan þegar ég hugsa til ykkar:D
Have fuuuuuuun:*
kv. Ella
Hahahaha æðislegar myndir af ykkur "hérumbil" hjónakornum:)
úff hvað ég vildi að þetta væri svona hérna á klakanum! Vonandi hafiði það sem best og góða skemmtun í kvöld :)
Mikið tekur þú þig vel út i Magdalenu sporinu á ströndinni í Ástralíunni og auðvitað tekur þú þig líka vel út Jón Björn :)
Allir biðja að heilsa af Skúlagötunni og hafið það sem allra best dúllurnar mínar, bið að heilsa úr kuldanum á klakanum, Rut
Það er frábært að fá að fylgjast með ykkur, þið eruð frábær. Það er ekki laust við það að manni verði heitt í vöngum við að sjá ykkur í sólinni.
Með kveðju Bylgja og fjölskylda.
Bara töffarar elskurnar :) Ædislegt ad fylgjast med ykkur...kisskiss
Elísa og Jói
Flottar myndir. Held ég eigi kannski eina af þér Hilma í svipaðri stellingu í down-town-túrista-ferðinni okkar í Lisabon :) (mannstu)
bið að heilsa Ingrid
Ólafía
Hæ elskurnar mínar
Kom í heimsókn í Lyngmóann, vildi senda ykkur kveðju.
Ég er að ímynda mér að ég sjái í iljarnar á ykkur þarna hinum megin.
Afi passar upp á brúðkaupsdaginn
þó það sé ár í hann.
Góða ferð
Kveðja, Afi Bubbi
Kæru ferðalangar, gaman að geta fylgst með ykkur hinum megin á hnettinum. Héðan allt gott að frétta, sendum bestu kveðjur til Tobbu, Sínu og fjölskyldu, kærar kveðjur, Axel, Þórunn, Íris sys og co.
Flott á ströndini. Jóbi hitturu þriggjastiga körfu.
sæl og blessuð þarna hinum megin.
Gaman að fylgjast með ykkur. Héðan er allt gott að frétta, ekkert breyst síðan síðast.
Bestu kveðjur
Kristín Ed
Post a Comment
<< Home