Lifid i Perth

Við búum í tæplega 250 fm húsi í Fremantle á horni Lefroy og Belmont Street. Fremantle er suðvestur af Perth á vesturströnd Ástralíu og hér í borg er húsnæði hvað dýrast í Ástralíu. Eitt stykki 70 fm íbúð við ströndina hérna slagar upp í 60 milljónir króna. Það er slatti af kókómjólk. Hér á efstu myndinni sést hvar Sigurður nokkur Þórsson bendir í átt að húsinu okkar fína. Svefnherbergin eru á annarri hæð og á fyrstu hæð eru tvær stofur og heljarinnar eldhús, um 5 mínútna hjólatúr er niður á strönd og já... ég er strax búinn að brenna mig á gula kvikindinu, rauður eins og rósirnar.
Ingrid reddaði okkur fjórum hjólum svo við erum nokkuð snögg allra ferða okkar. Við erum örugglega búin að skoða mest allan bæinn sem er einn sá elsti í Ástralíu. Fremantle var einn fyrsti staðurinn sem Englendingar komu á, slátruðu innfæddum og báru fyrir sig heimsvaldastefnunni í nafni drottningar. Einstaka ,,Aboriginal” sést þó bregða fyrir en það eru innfæddir kallaðir hér í landi. Því miður eru þeir fremur illa á sig komnir og sjást jafnan á

Veðrið hjá okkur hefur verið frábært, sól og hiti en einstaka sinnum hafa fallið myndarlegir regndropar. Mæðgurnar Hilma og Hanna Stína eru búnar að versla heil ósköp og við Sigurður erum við það að fá sinaskeiðabólgu af pokaburðinum.
Í gær fórum við Ingrid og Hilma á ,,The big Hoo haa” sem er spunaverk í líkingu við ,,Who´s line is it anyway.” Þessi sýning er um hverja helgi í Perth og Sam, verðandi eiginmaður Ingridar, tekur oft þátt í þessum sýningum sem eru mjög vinsælar hér í Perth.

Annars er þetta það helsta sem á daga okkar hefur drifið:
- göptum af ánægju yfir húsinu okkar í Fremantle
- fórum á ströndina og ég gerði stórt ICELAND í sandinn rétt svona til að hlandmerkja pleisið
- hittum Sínu og Óðinn son hennar sem búa í Selfossfjarlægð frá Fremantle en Óðinn varð fjórum sinnum í röð Íslandsmeistari í tvíliðaleik í tennis með bróður sínum Einari, smá fróðleiksmoli.
- Fórum á Fremantle markaðinn á laugardag þar sem var verslað út í eitt, fullt af jólagjöfum úr kengúruskinni
- Fórum í mat hjá Kath og Dave, foreldrum Ingrindar, Dave er fósturpabbi hennar og algjör töffari með skegg og allar græjur, og hann er frá Wales. Fyrsti veilsverjinn sem ég þekki.
- Siggi fer alla morgna út að skokka en hann grennist ekki neitt svo við vitum í raun hvert hann er alltaf að fara.
Hilma skrifar:

- Pabbi gaf Johnny golfsett í pennaformi til þar sem Jón Björn hefur dreymt um að eignast golfsett í áratug.
- Ég keypti mér tiger leggings og Jón Björn er sjúkur í mig í þeim.
- Við erum komin með 3 áströlsk símanúmer!!!
o Heima: 0061894332046
o Hilma gsm: 006180405726335
o Siggi gsm: 006180405726354
- Við erum 8 klst á undan ykkur. Mín regla er sú að ég geti hringt til hennar Ingridar minnar frá fróni frá því að ég vakna og fram að því að klukkan slær 16 í eftirmiðdag. En við myndum glöð vakna við símtal frá ykkur af því að við elskum ykkur öll (ég ætla rétt að vona að það séu bara vinir og ættingjar að lesa þetta).
J.B. kemur sterkur inn aftur:
Jæja elskurnar okkar, það var ekki fleira í bili en við þökkum kærlega fyrir öll skemmtilegu orðin í þessu einfalda og aðgengilega commentakerfi okkar : )

Kveðja,
Jón Björn, Hilma, Siggi og Stína
15 Comments:
jæja elskunar mínar mikið lifandi skelfing er gaman að heyra í ykkur aftur....var að fá fráhvarfs einkenni hehe...þið lítið ekkert smá vel út á myndunum og ég öfunda ykkur ekkert smá mikið af verðinu þarna hjá ykkur...talað við Stínu í Ástralíu í tvo tíma í gær á skypinu það var rosalega gaman allt gott af þeim að frétta...við hjónin fórum á Mýrina á föstudagskvöldið rosa fín mynd...jæja kannski ég hætti þessu bulli í bili biið að heilsa öllum...kossar og knús ykkar Gústa
Hæ elskurnar; var að reyna að hringja gekk ekki að na i ykkur. Fæddist litil prinsessa Björgvinsdottir a Selfossi i gær. 15 merkur,hraust og falleg. Við athugum siduna ykkar a hverjum degi og það var æðislegt að fa loksins frettir. Með ykkar i Astraliu og Disina a Kanari er nu half-tomlegt a Froni haha. Kremjuknus a linuna, m+p a Lyngmoanum
Gaman að fylgjast með ykkur biðjum að heylsa Ingrit og öllum.
Bestu kveðjur Ragnheiður og Hörður
Ohh mikið var gaman að kíkja á síðuna og sjá nýja færslu:) Það er alveg brilliant hvað þetta er skemmtileg síða - mest sótta síðan á klakkanum eða hvað???
Ég legg til að þú verslir brúðarkjólinn úti Hilma svona til að Jón Björn fái örugglega sinaskeiðabólgu;)
Kveðja
Guðrún Þorgerður
Frábært hvað þið eruð dugleg að blogga!! Er í Köben að skemmta mér konunglega... en væri sko alveg til í að vera með ykkur þarna í sólinni!!!!
annars farið vel með ykkur og keep up the good work í blogginu... hlakka til að heyra meira í ykkur snillingunum :*
Sæl verið þið. Gott að fá fréttir frá ykkur aftur, ég var orðin nokkuð óþolinmóður af fréttaleisi. Flottar myndir og nafni tekur sig vel út við villuna. Jónbi þú verður að fara með nafna úr í trimmið til að sjá til þess að hann svinli elli og stelist ekki á pöbbin.
Kveðja Siggi Valla.
En hvað það er gaman að fylgjast með ykkur. Hafið þið það sem allra best í sólinni og njótið vel, því ekki vottar fyrir henni hér.
Knús til ykkar allra.
Kveðja Bylgja.
Hæ hæ Flotta Fjölskylda Hugsa til ykkar a hverjum degi og bíð spennt eftir nyjum fréttum, hitti Kristíni í gyminu á mánudag og lét hana hafa síðuna ykkar :) hafið það sem allra best og bið að heilsa ykkur öllum knús og kram
hæ hæ allir;)
mikið rosalega er gaman að lesa þetta blog og fá fréttir af ykkur.nei nei maður er ekkert að öfundast út í þessa sól hjá ykkur því maður er bara að frosna úr kulda hér á klakanum.....hehe;)kossar og knús til ykkar allra og Ingrid auðvitað;)
Ólína
Hi elskurnar minar!
Ekkert sma satt vid myndina af ykkur tharna a strondinni, er nu farin ad sakna ykkar toluvert. Buin ad hafa thad mjog gott a kanari!!
Love u...
litla systir
Hæ hæ..
Rambaði inn á bloggið ykkar útfrá flakki.. Ótrúlega gaman að lesa færslurnar ykkar! Vona að þið njótið Ástralíu í botn, stefni þangað einn daginn:) Og innilega til hamingju með trúlofunina..
Kveðjur frá Álaborg,
Rebekka Þormar
(systir Berglindar Óskar)
Gaman að skoða síðuna ykkar.
Hafið það sem allra best.
Kær kveðja til ykkar allra.
Sigga
Hæ elskurnar...jiii hvad thetta er mikid ævintýri hjá ykkur. Okkur hlakkar til ad hitta ykkur um jólin og sjá allar myndirnar úr ferdinni. Haldid áfram ad njóta lífsins.
Kvedja frá Kóngsins Köben
p.s. Jón Björn, til lukku med gólfsettid ;)
Frábært að fylgjast með ykkur. Greinilega geggjað að vera með ykkur í ferðalagi :)
Flórídaknus,
Ólafía
Free [url=http://www.globalsba.com/online-invoicing.htm]free invoice[/url] software, inventory software and billing software to create masterly invoices in minute while tracking your customers.
Post a Comment
<< Home