Ferðalag, morgunmatsstefnumót, greyið Sam og brunnin Jón


Ég er samt ekki að grínast með þetta, strandirnar hérna eru hvítar með tærasta sjó sem ég hef nokkru sinni séð. Við gistum í rosalega flottu húsi sem foreldrar Louise (gestgjafi okkar í Sydney og mágkona Ingridar) eiga. Húsið var BARA flott. Það var á þremur hæðum, með huge svölum þar sem hægt var að sitja og horfa út á hafið þar sem hvalir léku listir sínar.
Eins og þegar farið er í sumarbústaðarferðir á fróni var tekið með endalaust magn af mat og maginn stækkaði um þriðjung við það að keyra út fyrir borgarmörkin. Við lágum á beit allan tímann og elduðum okkur ljúffengar máltíðir hvað eftir annað. Á öðrum degi rúntuðum við um nágrennið og komum við á fjórum vínekrum. Þar fengum við að smakka rauðvín og hvítvín og Jón Björn keypti náttúrulega flösku á hverjum stað, fannst ekki hægt að vera að smakka vínið hjá aumingjans fólkinu án þess að kaupa neitt af þeim.

Við Johnny beibí fórum í ótrúlega hellaskoðun. Ég verð nú a viðurkenna að innilokunarkenndin mín bankaði aðeins upp en ég reyndi að bæla hana niður. Hellirinn heitir NgILGI, var s.s. nefndur af aboriginal mönnum. NgILGI er 38 metra djúpur og með stórkostlega dropasteina sem mynda skemmtileg mynstur og stundum skondnar fígúrur. Við setjum inn myndir af hellinum fyrir ykkur en Jón Björn Ólafsson tók náttúrulega endalaust af myndum þannig að við getum farið með ykkur í gegnum hellinn í myndaformi þegar við komum heim.
Í gær hittum við foreldra Sam í morgunmat. Mjög skemmtileg hefð hérna að eiga morgunmatsstefnumót við vini og vandamenn. Við erum búin að eiga nokkur slík en þá hittist fólk áður en amstur dagsins hefst, kannski eftir að það er búið að fá sér sundsprett í sjónum og fær sér morgunmat á einhverju ljúffengu kaffihúsi. Þessi stefnumót eru yfirleitt mjög snemma eða klukkan átta hálf níu, kannski ekki alveg vænlegt fyrir morgunfúlan Íslendinginn.

En talandi um Sam greyið. Hann er að vinna í Melbourne eins og mörg ykkar vitið og það má þakka fyrir að hann komist í brúðkaupið sitt. Hann er að leika í Hollywood mynd og tökum á myndinni átti að ljúka í þessari viku en hann rétt kemst heim á laugardaginn til að mæta í steggjapartýið sitt og fer svo aftur til Melbourne á mánudagsmorguninn. Líklegast kemur kappinn ekki aftur á vesturströndina fyrr en daginn fyrir brúðkaupið. Frekar mikil spæling! Greyið Sam missir af öllum undirbúningnum en Ingrid mín lifir á því að nýgifta parið fer í brúðkaupsferð til Taílands daginn eftir brúðkaupið og geta þá notið hveitibrauðsdaganna ein og óskipt.
Í gær fóru pabbi og Jón Björn að veiða og J.B. eins og hann er oft kallaður hér brann allsvakalega. Sólinn er náttúrulega beint fyrir ofan höfuðið á manni hér yfir miðjan daginn og er því ótrúlega sterk. Drengurinn makaði bara á sig vörn um morguninn og hélt það myndi duga en bakið er rautt sem vítislogi. Ég hugsa vel um hann og sé til þess að honum líði bærilega í kvölum sínum. Í dag ætlum við að fara að skoða kengúrur og koalabirni.
Vúbbdírú, heyrumst síðar.
Hilma
15 Comments:
hæ elskunar mínar...það er ekkert smá gaman að lesa ferðasöguna ykkar...eins og maður sé þarna bara með ykkur og líka þessar fínu myndir og Hilma mikið eruð þið Ingrid sætar þarna í eldhúsinu...það var líka rosalega gaman að tala við ykkur í gær...sakna ykkar ekkert smá...haldið áfram að njóta ykkar í Ástralíu því hér er bara kuldi og kvín í verði hehe...kv.Gústa
Á erfitt með að viðurkenna eigin stafsetningarvillur en ég geri mér grein fyrir því að það vantar eitt N í brunninn Jón. Hann er ennþá karlmaður þessi elska :)
Ég elska kommentin ykkar, ég held ég sé háð þeim. Sérstaklega eftir að við fengum internet í húsið okkar. Keep up the good work, þið eruð æði.
Hilmz
Það er alltaf jafn gaman að lesa bloggið ykkar. Þið eruð bæði frábærir pennar og hvað er ein stafsetningarvilla milli vina;) Skemmtið ykkur vel að skoða kengúrur og koalabirni í dag:) Það var gaman að rekast á þig á msn í nótt;)
Kv.
Guðrún Þorgerður
Hæ endalaust gaman að fá fréttir af ykkur, fer hér inn á hverjum degi til að athuga hvort eitthvað nýtt er komið. Endalausar kveðjur héðan af Skúlagötunni, er spurð að því á hverjum degi hvað sé að frétta af þér Hilma mín, þín er sárt saknað hér. Ekkert að frétta af launamálum enn, læt þig vita þegar eitthvað fer að gerast. Hafið það rosa gott elskurnar og góða skemmtun áfram :)
Kveðja Rut
Þetta er bara eins og í ævintýri hjá ykkur!!!
ólafía
Vonandi eru þið mega dugleg að taka myndir :)
Miss you !!
Já thessir hellar eru bara næstum thvi eins og hellarnir í Húsafells-ferdinni Hilma ;) Og talandi um morgunfúla Íslendinga....stúlkan er farin ad vakna kl 06.00 á morgnana thar sem hún á ad vera mætt í vinnu kl 07.00 :-o thetta tekur á, en venst :)
En hva...er J.B. ekki enn búin ad læra á thessa stóru gulu? Hvad eru eiginlega mörg ár sídan vid vorum á Bene?? ;)
Kiss og knús til ykkar, alveg ynislegt ad fylgjast med :)
Elísa og Jói
Hæ öll sömul. Gaman að fá fleirri ferðasögur frá ykkur. Þetta hlýtur að vera gaman hjá ykkur og hvað voru strákarnir að veiða ?. Nafni þu verður að lána Jómba veiðihattinn þinn svo restin af hárinu fuðri ekki upp. Hilma vonandi gastu sofnað aftur eftir að ég vakti þig um nóttina. Bless í bili.
Hæ þetta er Alex var bara að skoða síðuna ykkar vona að það sé gaman í Ástralíu flott hús og allt það nóg að gera hjá mér í boltanum ef þið verðið komin heim fyrir 25-27 november þá er ég að keppa í reykjaneshöllinni ekki langt fyrir ykkur að fara en endilega komið að horfa á mig =)bið að heilsa ykkur öllum og Ingrid líka hlakka til að sjá ykkur love ya bæbæ
G'day, mates!
Maður er kominn aftur á galeiðuna eftir bleiuskiptafrí og það er eins og maður hafi bóið í helli á... Hellisheiði eða eitthvað því mig rak í rogastans á fyrstu færslu...
Til hamingju með þetta kæru skötuhjú... látið annars allar skötur eiga sig... þær eru víst hálf hvumpnar hefur maður heyrt
Kv. Gilsi
Hej kiddós :) Það er svo gaman að lesa bloggið ykkar. Mæli alveg með því að þið skellið ykkur í háskólann í Sydney, þá verður maður að koma í heimsókn ;)En hvað er þetta með karlmenn og sólarvörn - eitthvað flókið greinilega. Hafið það gott og hlakka til að sjá ykkur um jólin. Kærar kveðjur frá Köben, Sigrún Dögg og Jenni
Takk fyrir góðar kveðjur!
Gústa: Þú ert snillingur, takk fyrir veðurfréttirnar frá fróni. Yljar okkur um hjartarætur hér í sólinni.
Guðrún Þorgerður: Ég er ekkert smá ánægð með þig, þú ert svo dugleg að kommenta:)
Rut: Takk fyrir að sjá um mín mál á meðan ég er í fyrirheitna landinu.
Ólafía: Fyrirgefðu, ég gleymdi afmælinu þínu um daginn. Ég hef alltaf munað eftir því. Til hamingju!
Ásdís: Við munum þurfa að hafa myndaviku, ekki myndakvöld.
Elísa: Surtshellir roðnar við hlið NgILGI jafn mikið og bakið á Jóni Birni er rautt. Það er svo langt síðan við vorum á Bene, hann var búinn að gleyma sársaukanum.
Siggi Valla: Þér er fyrirgefið, þú verður að hringja aftur á sómasamlegum tíma :)
Alexander: Æði að heyra í þér. Við verðum ekki komin aftur til að sjá þig spila. En gangi þér súper vel Áfram FH!
Gilsi: Vonandi helduru áfram í bleijuskiptum þó fæðingarorlofið sé búið. Sköturnar hérna hafa látið okkur í friði en takk fyrir ábendinguna.
Sigrún og Jenni: Loforð er loforð. Þið heimsækið okkur ef við flytjum.
Hilma
P.s. Jóni Birni finnst mjög hallærislegt að ég kommenti á mína eigin síðu en ég ELSKA það :)
Hæ öll sömul. Það er aldeilis mikið að gera hjá ykkur, Siggi og Hanna Stína ég hélt að þetta væri "sumarfrí".Það er byrjað að snjóa hérna eftir mikið kuldakast .Hafið það áfram sem best. kveðja Sigga og Ragnar Örn.
Hallo kæru vinir, kveðjur úr kulda og trekki í Garðabænum- knús og kossar´,
Ásdís-Kristján og co.
Æðislega er gaman að fylgjast með ykkur. Þið eruð bæði svo góðir pennar og ekki skemma myndirnar:) Bið kærlega að heilsa Ingrid og auðvitað þeim gömlu.
Ragna Laufey
Post a Comment
<< Home