Síðasta ástralska færslan...

Komið er að kveðjustund hér í Ástralíu og á miðvikudag, morgun, eigum við flug til Singapore þar sem við dveljum í fjórar nætur og þaðan mun leið okkar liggja beint heim á klakann. Þetta er búið að vera magnað ævintýri hérna ,,down under” og hver dagur hefur verið öðrum betri, fullir af fjöri og sól.
Síðasta upplifelsi okkar hérna í Fremantle var ferð til eyjunnar Rottnest þar sem ég, Hilma og Siggi fórum að snorkla við eyjuna. Þetta var bara eins og maður hefur svo margoft séð á póstkortum. Ljósgrænn sjór, skjannahvítar strendur og heiðskýr himinn. Paradís, eða hvað? Albínóar á borð við mig þurfa að vera löðrandi í sólarvörn að styrkleika 55 til þess að verða ekki gula kvikindinu að bráð. Löðrandi í sólarvörn eður ei var þetta tilkomumikil sjón og góður endir á frábæru ferðalagi okkar um Ástralíu.
Síðasta kvöldmáltíðin okkar í Ástralíu var með Kath og Dave, foreldrum Ingridar og systur Ingridar, Simone, og manni hennar Don, að ógleymdum syni þeirra Isaac. Við grilluðum okkur lax, pylsur, pulsur og rækjur, átum kjöt, drukkum öl og við skemmtum okkur vel, hægri hönd, vinstri hönd... Faðir Abraham

Vonandi tekst okkur að negla inn einni færslu frá Singapore einu stærsta hafnarsvæði heims og mesta lögreglufasistaríki veraldar. Veit ekki hvort það sé leyfilegt að vera með íslensk lyklaborð á fartölvum þarna en það má ekki vera með tyggjó á almannafæri í borginni og þeir hengja alla sem koma inn með eiturlyf. Mér skilst á áströlskum vinum okkar hérna, sem flestir hafa komið til Singapore, að það sé ekkert grín að lenda í yfirvöldum þar. Þeir bláklæddu munu víst vera harðari í horn að taka heldur en heima á Íslandi.
Ef þið smellið á þessa setningu getið þið skoðað hótelið sem við munum dvelja á í Singapore.
Svakalega flott hótel á aðalverslunargötunni en því miður getum við ekkert verslað þar sem allar töskur eru sneisafullar af áströlskum varningi. Svo eru Ástralar að agnúast út í okkur fyrir að slátra nokkrum hvölum, hér er allt vaðandi í kengúrafurðum hérna, spurning um að taka til í bakgarðinum hjá sér áður en þú færð magapínu heima hjá einhverjum öðrum.
Þangað til næst,
Jón Björn
7 Comments:
VA! geggjað hotel!
Hlakka otrulega mikið til að sja myndirnar ykkar og auðvita ykkur :):)
Love u
Taka til í bakgarðinum hjá Cher? Er það ekki heilmikið verk?
Sælar!
Gilsi
Já góður punktur Jón Björn. Taka til í bakgarðinum.... sammála.
Góða ferð til Singapore og skemmtið ykkur vel. Bið að heilsa ykkur öllum með tölu,
Ólafía
Hæ öllsömul og góða ferð heim. Jómbi passaðu Nafna svo hann lendi ekki í þeim bláklæddu, því okkur vantar hann í Sundmiðstöðinna. Annas þetta eru búnar að vera frábærar greinar hjá ykkur skötuhjúum og gaman verður að sjá ykkur aftur.
Ég trúi því varla að það sé kominn mánuður, vá hvað þetta er búið að vera fljótt að líða. Ég og Jenni segjum takk fyrir rosalega skemmtilega pistla, það var náttúrulega ekki við öðru að búast frá ykkur:) Við segjum góða ferð til Singapore og svo góða ferð heim. Það er þvílík tilhlökkun fyrir 30.des her á bæ. Hafið það gott.
hæ hæ alltaf jafn skemmtilegt ad lesa skrifin ykkar...smá fréttir að mér er komin til Díu gat bara ekki beðið hehe..passið ykkur nú að vera löghlýðin í Singapour því öll viljum við fá ykkur heim..þó að ég sjái ykkur ekki fyrr en á næsta ári (grátur) ástarkveðja frá Englandi Gústa og Día
Vá... það er búið að vera rosalega gaman að fylgjast með ykkur í þessu ævintýri. Heiti á meira blogg þegar þið komið heim... þið eruð bæði svo skemmtilegir pennar!! Vonandi fæ ég tækifæri til að skoða myndir um páskana þegar ég kem til Íslands.
Hafið það sem allra best á restinni af ferðalaginu og farið varlega:)
Ragna Laufey
Post a Comment
<< Home