Skvísupartý, ævintýraleg bátsferð, out of towners partý og STÓRFENGLEGASTA BRÚÐKAUP EVER!

Þessa vika er búin að vera mjög fjölbreytt, skemmtileg og algjörlega ógleymanleg. Auðvitað voru allir vinir og fjölskyldumeðlimir Ingridar og Sam í bænum svo mikill tími fór í að mingla, kynnast, sýna sig og sjá aðra.
Á þriðjudaginn buðum við mamma öllum uppáhalds stelpunum hennar Ingridar í mat til okkar og vorum með gellumatarboð hér hjá okkur. Við erum náttúrulega sérstaklega góðar í því að gellast, búa til góðan mat og spjalla við aðrar konur þannig að uppskriftin að fullkomnu kvöldi var fullkomin. Enda var kvöldið æðislegt. Þarna voru saman komnar við mamma, Ingrid, systur Ingridar, Simone og Ursula og besta vinkona Ingridar. Liz. Liz hlaut þann heiður að vera yfirbrúðarmey í brúðkaupinu. Hún var líka önnum kafinn alla vikuna í því að halda í alla skipulagsspottana og aðstoða brúðina við að halda ró sinni. Ótrúlega skondin þessi brúðarmeyjahefð!! Mikið er ég fegin að við höfum ekki tekið hana upp í ameríkuseringunni okkar.

Á miðvikudeginum fórum við í bátsferðina sem við vorum búin að tala um. ÞVÍLÍK snilld. Ég get nú sagt ykkur það að við vorum ekkert yfir okkur spennt fyrir þessari ferð, ekki segja Bernie og Sue. Okkur fannst við vera búin að vera alltaf upptekin í fríinu okkar og langaði bara að fá að vera í friði. Jón Björn mótmælti líka hástöfum þar sem hann var nýbúinn að þjást af mikilli sjóveiki og stórkostlegum sólbruna. En sem betur fer fannst mér ég þurfa að vera kurteis og sagði við foreldra Louise að við værum öll rosalega spennt og vildum ólm koma með þeim í siglingu. Við fengum sjúklega gott veður, sigldum fram hjá heimsmeistarakeppni í siglingum, sáum höfrunga, fengum rosalega góðar rækjur og ljúffengt hvítvín um borð, vorum í fáránlegri nálægð við sæljón og stungum okkur til sunds úr 46 feta snekkju. Snilldar dagur með yndislegu fólki og engin sjóveiki.
Sam kom loksins í bæinn. Upptökum á myndinni lauk á miðvikudaginn svo Sam flaug heim til

ÞÁ ER KOMIÐ AÐ BRÚÐKAUPINU SJÁLFU!

Við höfum aldrei upplifað annað eins. Allur aðdragandi að þessu brúðkaupi og dagurinn sjálfur var stórkostleg upplifun. Ingrid er fallegast kona sem ég hef augum litið, hún geislaði af hamingju. Ingrid, brúðarmeyjarnar og mamma Ingridar komu hingað til okkar snemma á laugardagsmorgni þar sem húsið okkar er mjög rúmgott og hentar vel fyrir plássfrekar hárgreiðslu- og förðunardömur. Húsið var “the ladies house” á laugardaginn og ég elskaði það. Ég stóð mig náttúrulega mjög vel í hlutverkinu sem litla systirin og var að erindast allan daginn.
Brúðkaupið var svo heima hjá Luc, bróður Sam. Luc keypti


Búið var að breyta ,,bílskúrnum” hans Luc í fallegasta partýsal sem ég hef augum litið. Við vorum með í því að þrífa gólfin þegar kappinn keyrði bílunum, mótorhjólunum og fjórhjólinu út úr skúrnum og mér óaði ekki fyrir því að þetta yrði svona rosalega flott, þó ég hafi nú vitað að þetta yrði ákaflega smekklegt þar sem Ingrid og Sam áttu í hlut. Salurinn var eins og gefur að skilja bara stór geimur en það var búið að setja upp ofsalega rómantíska og fallega lýsingu, barinn var æðislega kúl og svo var hang put place í einu horninu. Þremur LANGborðum var komið fyrir í salnum sem myndaði mjög skemmtilega stemningu. Eftir skemmtilegar ræður, fallegan söng og yndislegan brúðardans voru allir í partýgírnum og kvöldið endaði á því að allir sátu á grasinu í fallega garðinum. BARA SNILLD.

Ingrid og Sam voru náttúrulega stjörnur dagsins og Ingrid var eins og klippt út úr kvikmynd frá 1940. Hún var ótrúlega falleg, kjólinn hennar var fullkominn og Sam leit náttúrulega líka mjög vel út en aðdáunarsvipurinn á honum þegar hann leit á nýju konuna sína var engu líkur.
Við hittum svo brúðhjónin og nokkra gesti úr brúðkaupinu í morgun á veitingahúsi þar sem allir höfðu tækifæri til að kveðja nýgifta partið sem lagði af stað í brúðkaupsferð til Taílands í dag. Kveðjustundirnar með Ingrid eru alltaf rosalega erfiðar, ég held að það sé vegna þess að ég veit aldrei hvað það er langt þangað til að ég sé þessa fallegu systur mína næst. Mörg tár féllu og faðmlögin voru sterk.

Nú eru bara tveir dagar eftir í Fremantle og þeir eru án Ingridar og Sam. Við ætlum að fara í siglingu á morgun, líklega fara á eyju sem heitir Rottnest. Ég vil endilega að Jón Björn minn komi þangað. Ég fór þangað fyrir 10 árum með Ingrid og þetta er BARA fallegur staður.
Jæja þetta er orðið ansi langt, enda frá mörgu að segja. Setjum inn eina færslu áður en við förum til Singapore en það verður á miðvikudaginn.
Takk fyrir mig og góða nótt
Hilma
13 Comments:
VA! Æðislegur kjoll og jakkafötin hans broður mins eru með þeim flottari sem eg hef seð :-)
hæhæ öll sömul...vááááá segi ég nú bara þetta hefur verið eins og í Hollywood mynd...er með gæsahúð...þið eruð ekkert smá flott á myndunum...það hlýtur að hafa verið erfitt að kveðja Ingrid hún er bara svo æðisleg og þið öll reyndar líka þið eruð flottust...bið að heilsa í bili kv, Gústa
Hæ hæ öll....flott grein hjá þér Hilma. Ég var að koma heim frá Köben þar sem við hjónin vorum í " Julefrokost " um helgina. Ég sé að Nafni "svarti " hefur fundið einn minni en hann hinumegin á hnettinum. Annas gaman að sjá hvað þið skemtið ykkur vel.
Vá maður er kanski aðeins of viðkvæmur, táraðist við að lesa um kveðjustundina... ;-) hehe vonandi eigiði eftir að hafa það gott það sem eftir er af ferðinni... hlakka til að sjá allar myndirnar og heyra frá öllu... kossar og knús frá klakanum
Kveðja Heiða og kveðja frá prinsunum... ;-)
Vá segi ég líka!!! Ekkert smá ævintýri og allt hljómar svo fullkomið eitthvað. Ég gæti líka farið að gráta!
Knús,
Ólafía
Vá ég fékk bara svona hamingju-sting í magann við að lesa þetta, þvílík ferð hjá ykkur, æðisleg upplifun. Hlakka alveg rosa mikið til að sjá myndir úr ferðinni. Ég er sammála dís, þið hafið verið alveg sjúkleg í brúðkaupinu, geggjuð outfit ;) Hlakka til að sjá ykkur um jólin. Knús frá Köben
Þetta er nú alveg meiriháttar ævintýri þarna hjá ykkur dúllurnar mínar. Hafið það gott síðustu dagana í Ástralíu og án efa verður restin af ferðinni jafn áhugaverð og hún hefur verið hingað til. Hlakka til að sjá ykkur á ný hér á klakanum, trú varla að það sé liðinn allur þessi tími. En þá er bara styttra í að ég fái að knúsa þig hérna á Skúlagötunni aftur Hilma mín. Allir biðja voða vel að heilsa héðan úr vinnunni.
Kveðja og knús, Rut
Va en skemmtileg frasogn! Hefur greinilega verid alveg magnad :)
Asdis Joh
Ja madur fær bara klökk í hálsinn vid ad lesa thessa tilfinningaríku frásögn hjá thér Hilma. Thetta hefur greinilega verid alveg ædisleg veisla og mjög innilegt brúdkaup. Eins og thau eiga ad vera :)
Njótid daganna sem eftir eru :)
Kv Elísa M.
p.s. Joey siger hej !!! ;)
Hæ!
Mikið er gaman að lesa ferðasöguna hjá ykkur. Brúðkaupið hefur verið æðislegt og Ingrid algjör gullmoli.
Hafið það sem best þarna hinum megin á hnettinum.
Bestu kveðjur til ykkar allra
Fjölskyldan í Dalalandinu
Kristín Alfredsd.
Þetta hljómar nú bara ekkert spes... dæjók!!! Þvílíkur og annar eins munaður, bara eins og klippt út úr ævintýri.
Gleymdi að segja ykkur að internetkallarnir frá Hive komu og settu upp nýju nettenginuna. Ég gerðist sek um að falsa undirskrift þína, Hilma og býst við að eyða jólafríinu dúsandi í steininum. Annars liggur samningurinn og leyniorðið fyrir þráðlausa hjá öllum póstinum ykkar á eldhúsborðinu.
Ég er búin að skila skýrslunni og er núna á fullu að undirbúa munnlega prófið sem verður 6. des. Einkar gaman:/ Hlakka svo til að komast í jólafrí og komast í unglingagírinn aftur. Híhíhí.
Ástarkveðja,
Kam
Sæl veriði!
Mad props á Suitarann dr. Jón. Þú mátt redda mér einum slíkum í stærðinni Medium-Husky [fermeterinn :)]
Annars... skemmtið ykkur vel og mergsjúgið fjörið út úr síðustu dögunum áður en þið komið heim. Hlakka til þess að einhver annar fari að sjá um körfuboltann.
Kv. Gilsi
Þvílíkt ævintýri er þetta hjá ykkur, og skemmtilegt að fylgjast með ykkur. Þú ert frábær penni Hilma! Nú er komin rigning og 4 stiga hiti hér á fróni, svo þið getið hlakkað til að koma heim, segi svona. Góða skemmtun og hafið það sem allra best.
Kær kveðja,
Sigga
Post a Comment
<< Home