2012

Tuesday, November 21, 2006

Siðfágað gæsateiti

Halló góða fólk!

Ég vil byrja á því að tilkynna það að hann Tristan Marri minn er tveggja ára í dag 21. nóvember. Reyndar er kominn 22. nóvember hjá mér en þetta er allt gert út frá hentusemi. Eins og það virðist ótrúlega stutt síðan hann fæddist get ég einhvern veginn ekki munað til þess að við höfum verið án hans. Algjörlega ómissandi þessi drengur. Rúsínubolla! Til hamingju með afmælið frændi. Koss koss koss. ...Anna Alberts. fær líka afmæliskveðjur, 25 ára í dag!

Mér finnst svo ótrúlega vænt um allar kveðjurnar ykkar. Ekkert smá gott að vera í sambandi við ykkur öll á þennan hátt. Ég veit að myndin af mér með stóra bróður Koala björnsins var óborganleg. Jón Björn talaði mig inná að halda á dýrinu og láta taka mynd af mér. Nema hvað, þegar ég var nýkomin með dýrin í fangið sagði indælis dýragarðspilturinn: “Just open your legs a bit, it looks like it's going to poo!” YAAAK. En sem betur fer kúkaði aumingjans dýrið ekki á meðan ég hélt á því. Reyndar setti ég fæturna of langt í sundur þannig að 26 kílóa bangsinn hefði geta dottið beint á kúkarassinn sinn, en það gerðist sem betur fer ekki heldur.

En jæja... Gæsapartýið!! Ég vaknaði snemma til að fara með Ingrid minni í brúðarmeyjarmátun. Vinkona Ingridar er rosa hipp og kúl hönnuður hér í borg og er búin að hanna og sauma mjög flott dress á brúðarmeyjarnar hennar Ingridar. Eftir það fórum við stelpurnar heim til okkar að skoða brúðarkjólinn þar sem hann er geymdur hér á Belmont str. Mjög secret og misterious. Þið megið ekki segja neinum Ástrala frá því. Ingrid er stórfalleg í þessum kjól! Ég er búin að vara hana við því að hún muni fá myndir sendar eftir brúðkaupið af okkur Íslendingunum skiptast á að máta kjólinn. Ingrid getur bara ekki hætt að hlæja þegar hún ímyndar sér pabba í kjólnum. Það er víst algjör dauðasynd hér að karlmaður sjái kjólinn fyrir brúðkaupið þannig að pabbi og Jón Björn þykjast ekki einu sinni vita af því að kjólinn sé hér í húsinu.

Eftir kjólaævintýrið fór ég til mömmu hennar Ingridar og aðstoðaði við að búa til ávaxtapúns og samlokur fyrir allar gæsirnar. Mjög heimilislegt og kósý. Hún á svo indæla mömmu. En allavega... gæsapartýið sjálft byrjaði á því að 20 gullfallegar og vel klæddar konur hittust á krokketvelli hér í bæ. Þetta var algjört æði! Þegar við mættum þarna voru um 10 eldri borgarar að spila krokket. Þeim fannst við vera með heldur mikil læti inni á testofunni þeirra. Krokket á laugardagseftirmiðdegi er greinilega ritjúalt viðburður hjá þeim. Ein kvennanna lét okkur vita af því að kl. 15.30 myndi hún hringja bjöllu og þá ættum við að fara út af testofunni og út á völlinn og kollegar hennar myndu koma inn að fá sér te. Á slaginu kl. 15.30 tilkynnti hún yfir hópinn að nú væri hún að fara að hringja bjöllunni og svo... dingalingaling. Hahaha, þetta var svo snilldarlegt. Ætli kona verði svona á eldri árum. Hluti af mér er alveg til í það!

Þrjár eldri fágaðar konur kenndu okkur svo leikinn og við lékjum eins og við hefðum aldrei gert annað. Mamma var alveg stórfenglega góð. Hún verður eiginlega að kynna Íslendingum fyrir leiknum og hafa svona laugardagseftirmiðdaga fyrir sig og vel valda vini. Kannski er veðrið ekki alveg það besta á fróni fyrir slíkt en hún er svo mikill reddari að hún getur örugglega fundið út leið til að redda því.

Eftir krokketleikinn var teboð inni á testofu eldri borgaranna, alveg geggjaðislega æðislegt eins og Darri snillingur gæti orðað það. Unaðslegar veitingar þar á boðstólnum. Rosalega gott ávaxtapúns sem var mjög frískandi í hitanum og einstaklega ljúffengar samlokur. Eldgamaldags rúta sótti okkur svo á eldgamaldags krokketstaðinn og fór með okkur á nýmóðins hótel þar sem við fengum sérútbúna kokteila og gengum svo yfir á veitingastað þar sem við átum okkur pakk pakk saddar. En nú er þetta orðið svo langt hjá mér að ég nenni ekki meir.

Lykilatriðið er að dagurinn var yndislegur og kvöldið mjög fágað og skemmtilegt. Allir komu með gjöf til Ingridar sem minnti á hana eða skemmtilegar stundir með henni. Við mamma bjuggum til minningarkassa um Ísland og Ingrid fór bara að skæla þegar hún opnaði hann og rifjaði upp fallegu minningar af klakanum. Eftir vel lukkaðan dag, nokkra drykki og eitt tekíla staup var mér keyrt heim í leigubíl þá 100 m sem voru heim til mín fyrir miðnætti. Hugsið ykkur hvað þetta er ólíkt okkar heimahögum, þá meina ég varkárnina og tímasetningarnar. Ekki drykkina ,,,hehe.

Tíminn flýgur hér í Fremantle og við erum farin að panika yfir því að það sé aðeins vika til stefnu áður en við fljúgum til Singapore. Margt að gera og margt að sjá! Erum að fara í siglingu í fyrramálið með foreldrum hennar Louise (Sydey mágkona Ingridar). J.B. er ansi kvíðinn en ég mun passa upp á hann og eigendur skútunnar eru búnir að lofa sjóveikipillum. Vonum bara það besta.

Batteríið á myndavélinni minni dó svo ég er ekki búinn að setja myndirnar af gæsapartýinu inn í tölvuna. Þið fáið bara rondom myndir af okkur hafa það skemmtilegt í Ástrálíu.

Bestu kveðjur
Hilma

P.s. Klukkan er 1 um nótt og myndirnar eru svo lengi að hlaðast inn að ég nenni þessu ekki. Dafla Jón Björn í þetta í fyrramálið. Góða nótt allir.

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hæ Hilma og co.

Gaman að fylgjast með ykkur þarna hinum megin á hnettinum. Þið eruð frábærir pennar og því algjört yndi að lesa færslurnar ykkar.

Bestu kveðjur úr Firðinum,
Sigrún.

6:50 PM  
Anonymous Anonymous said...

FLott kvöld :)
Uff við erum sko farin að sakna ykkar.
Nonni muna að bera a sig solarvörn :)
Love u

9:02 PM  
Anonymous Anonymous said...

Heil og sæl elskurnar,

Ja thetta hefur heldur betur verid dannad gæsapartý...eda teiti ;) Alltaf gaman ad gera eitthvad svona ödruvísi :) En ja jiii hvad tíminn flýgur !!! Mér finnst thid nýfarin og thad er strax komin 22.nóv..OMG...haldid bara áfram ad njóta tilverunnar...og svo er nú adal-dagurinn sjálfur eftir...bryllupid sjálft :)

Hilsen frá okkur...Elísa og Jói

11:34 PM  
Anonymous Anonymous said...

hæ hæ...þið hafið eflaust upplifað ykkur eins og hefðarfrúr í gæsapartýinu hehe...alltaf jafn gaman að lesa bloggið ykkar...manni hlýnar við hjartarætur...kveðja Gústa

9:33 AM  
Anonymous Anonymous said...

Þetta hefur greinilega verið mun meira civilized en steggjapartýið. Líst vel á að líða fer að heimferð. Hlakka obbó til að hitta ykkur;)

Kveðja
Guðrún Þorgerður

11:10 AM  
Anonymous Anonymous said...

Gaman af þessu öllu. Snilldar frásögn enn einu sinni "hér á bæ". Þetta er bara eins og að fylgjast með góðum sjónvarpsþætti þar sem maður "má ekki" missa þátt úr.... maður alveg sækir hér inn í fréttir og pistla :) Æði-gaman.
LOVE
Ólafía

12:35 PM  

Post a Comment

<< Home