Hvað skal elda...?

Við höfum örugglega komið með háa verðlagið með okkur frá Singapore. Með fyrstu fréttunum sem maður las var að ýmsar áfengistegundir myndu hækka í verði. Ríkisstjórnin sér nú alveg til þess að þegar einn hlutur lækkar, t.d. einhver skatturinn, þá hækkar annar hlutur og hvar er betra að hækka en í ÁTVR þar sem ríkið er eini söluaðilinn að áfengi? Þá kom það fram í gær að Reykjavíkurborg mun hækka verulega alla sína gjaldskrá. Maður hálfpartinn óskar þess að hafa komið heim frá Víetnam eða Austur-Evrópu, þá hefðum við kannski lesið fréttir um stórkostlegar skatta- og verðlækkanir. Þykir það samt ólíklegt.

Tímamismunurinn er eitthvað örlítið að stríða okkur, síðustu 5 vikur höfum við verið átta klukkutíma á undan Íslandi og nú erum við að reyna að snúa öllu þessu við. Hilma var komin á fætur rétt fyrir sex í morgun þannig að við eigum svolítið í land ennþá.
Erfitt hefur verið að venjast gamla kuldanum en það kemur fljótlega. Við vorum fegin að missa af þessu svakalega kuldakasti sem gekk yfir landið á meðan við vorum úti. Ekki slæmt að vera á ströndinni og vita til þess að íslenskar götur voru baðaðar í snjókrapa og sultardropum.
Eina raunverulega vandamálið núna er að fara aftur að elda enda góðu vön af framandi veitingahúsamat á erlendri grundu. Það er reyndar algjör klassík að elda sér fisk þegar maður kemur heim frá útlöndum en mig langar ekkert í fisk, nenni ekki að elda og langar út að borða.

Með því síðasta sem við gerðum í Singapore var að fara í ,,Botanic Garden” sem er opinn garður í miðborg Singapore þar sem hægt er að finna allar plöntur sem vaxa þar í landi og víðar. Merkilegast var þó orkidíusafnið þar í garði en þar er hægt að finna allar orkidíutegundir sem til eru eða rúmlega 2000 talsins og þeim fer fjölgandi. Þessi fallegu blóm eru mörg hver í VIP orkidíugarðinum og eru þ.a.l. nefnd eftir einhverjum frægum. Sem dæmi má nefna var Margaret Tacher orkidían fremur álkuleg eins og gamla járnfrúin var en engu að síður var blómið svona tignarlega álkulegt.
Heilt yfirlitið gengur íslenska aðlögunin ágætlega hjá okkur en það verður að viðurkennast að okkur langaði ekkert voðalega mikið heim. Hingað erum við samt komin.

Jón Björn
Mynd 1: Grúbban í Botanic Garden
Mynd 2: Ekki Tatcher orkidían, einhver önnur sem Hilma fann sig knúna til að taka mynd af.
Mynd 3: Reyndi fyrir mér sem módel minnugur minna starfa fyrir Bláa Lónið. Ferill sem á einhvernveginn ekki við mig. Það vantar eitthvað. T.d. þvottabrettið á magann?
Mynd 4: Á leið út úr Botanic Garden og stefnan tekin heim.
9 Comments:
það er búið að vera ævintýralegt að fylgjast með ykkur og ferð ykkar um ástralíu, singapore og víðar
vona að þið komist inn í íslenska tíman aftur en hvað er að því að vakna smá fyrr og taka daginn bara snemma ;)
langaði bara að þakka fyrir skemmtilega frásögn um ferðalag ykkar og ég hlakka til að komast í myndasafnið, þegar ég kem á klakkan sjálf nærst nema Hanna Stína kíkju á mig eftir áramót með múttu :) hvað veit maður hvað þeim stöllum dettur í hug að gera
kveðja frá Odense Inga og group
Ég er bara enn í sjokki eftir að hafað séð þig í gær. Vá hvað þetta var fljótt að líða. Ég held að hittingur á kaffihúsi sé bara málið :)
Velkomin heim.
Fía
Djöfull er gaman að þið komuð allavega með einn pistil í viðbót, svo er bara að bæta einum og einum við áfram;) Annars eru þetta æði myndir, sérstaklega er módelmyndin af Jóni frábær, held sveimérþá að þú fáir samning fljótlega út á þetta. Hlökkum endalaust til að hitta ykkur um jólin. Kveðja, Jenni og Sigrún Dögg
Velkomin heim elskurnar. Ég er búin að hafa einstaklega gaman af því að fylgjast með ykkur! Kveðja, Marta
Þetta er greinilega búið að vera ótrúlegt ævintýri. Skemmtilegir pennar þið 2, maður beið bara alltaf eftir næstu færslu og ekki olli hún vonbrigðum ;) en velkomin heim í kuldann.
kv Elsý
Hæ elsku dúllurnar mínar. Rosalega er skemmtilegt að lesa um þessa ævintýraferð ykkar. Vonandi fæ ég nú að sjá í rassinn á ykkur (ekki bókstaflega samt hahaha) um jólin! Verð í bandi þegar ég kem heim! Knús, Anna
Gott ad thid séud komin heil heim elskurnar. Get rétt svo ímyndad mér thá tilfinningu ad labba inn um heimilisdyrnar eftir svona langa og ánægjulega ferd :) Vonandi gengur ykkur vel ad komast aftur í gömlu gódu rútínuna á klakanum;)...Hlökkum til ad kíkja í kaffi eftir nokkra daga :-D
Kv Elísa og Jói
velkomin heim :)
Post a Comment
<< Home