Róleg áramót

Nýja árið gekk stórslysalaust í garð hjá okkur en við Hilma héldum til í Lyngmóanum hjá mömmu og pabba. Ég tók gleði mína að nýju eftir jólin þar sem bæði foreldrar mínir og tengdaforeldrar báru fram lambakjöt á aðfangadag. Verst þykir mér nú að vera að setja eitthvað út á jólamatinn yfir höfuð en lambakjöt er fjarri því eins gott og kalkúnn eða hamborgarhryggurinn. Á gamlárskvöld voru kalkúnn og Londonlamb í boði í Lyngmóanum svo ég var kampakátur.
Sprengjuregn landsmanna fór ekki framhjá okkur enda sást vel upp í Vallarhverfið þar sem villtustu sprengjumenn búa. Tilkomumikil sjón en hún Hilma mín lét sér nægja að vera með þessi blys og já... hún sendi einnig upp eina nokkuð feita bombu.
Kvöldið enduðum við í heimahúsi í Keflavík og vorum að til að ganga sjö um morguninn. Ótrúlegt en satt voru timburmennirnir víðsfjarri á nýársdag enda við skötuhjúin orðin frekar stillt í drykkjunni. Verðum að bæta úr því.
Gleðilegt ár,
Jón Björn og Hilma
11 Comments:
Gledilegt nytt ar! Gaman ad hitta ykkur a Kaffibarnum thott ad sumir hafi nu ekki thekkt mig :) hehe
Asdis Joh
Já afsakið það, ég bara hreinlega þekkti þig ekki. Var vitaskuld smá tjúttaður en hefði átt að þekkja þig... djö hehe
Jón Björn
Alltaf gaman að fá blogg - Keep up yhe good work:)
Gleðilegt ár elskurnar og hlakka til að hitta þig í kvöld Hilma;)
Kv. Guðrún Þorgerður
megaflott mynd :)
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla.
Kveðjur frá Flórída,
Ólafía, Íris D., og Ragga Sif
Gleðilegt nýtt ár :) já þú talar um að þið verðið að taka ykkur á í drykkjunni. Hilma fór bara snemma heim seinustu helgi eftir Boston skemmtunina. Ég ætlaði að taka hana til fyrirmyndar og vera edrú. Ég endaði á því að byrja að drekka kl 2 og var komin heim á svipuðum tíma og þegar Kamilla er óþekk stelpa :)
Vildi bara segja tak for sidst darlings. Rosa gaman eins og við var að búast, þó svo að maturinn hafi ekki verið tilbúinn fyrr en um miðnætti ;) en hver er að fylgjast með klukkunni þegar það er svona gaman. Fariði vel með ykkur og until next time, rock on ;) Hilsen fra Kobenhavn.
Jæja... á ekkert að koma með pínu "ööööpppp-deit"???
Ólafía
Segi það....langar líka í "öööpppp-deit" ;) so cooomoonn
Til hamingju með afmælið elsku Hilma. 31. jan 07. Knús og kossar frá Flórída,
Ólafía
Fyrir ykkur sem eruð orðin svöng eftir næstu færslu þá er það bara að frétta í augnablikinu að það er lítið að frétta : )
Við erum voðalega róleg eitthvað í tíðinni.
Jon Björn
Post a Comment
<< Home