2012

Wednesday, December 13, 2006

Íslenskur hversdagsleiki

Þá er rúm vika síðan við komum heim og allt komið í fasta rútínu.

Hápunktar vikunnar:
Endurráðning J.B. á Víkurfréttir
Fylleríis vinnupartý hjá mér
Endalaus þreyta
Glæsileg jólasýning FK
Brúntertubakstur
Jólatónleikar í Hallgrímskirkju

Já. Jón minn er kominn aftur á Víkurfréttir. Verður reyndar í Hafnarfirði þannig að nú ættu ekki að verða fleiri einmanalegar nætur hér á Skóló. Við erum bæði hæstánægð með þessa ákvörðun okkar. Rosalega fínt að vera bæði í vinnu og ekkert að skólavesenast. Geggjað gott að vera ekki í prófastressi á þessum tímum. En er ekki týbískt að um leið og lífið er komið í fastar skorður hvað það varðar erum við farin að hugsa um framhaldsnám.

Fór í vinnupartý á föstudaginn hjá henni Rut minni. Íbúðin var fljótandi af áfengi og bar ástand fólksins þess fljótt merki. Alltaf gaman að sjá vinnufélaga sína sauðdrukkna. Ég er nú ekkert alsaklaus af þessu fylleríi en ég hagaði mér ágætlega. Skipuleggjendur partýsins voru með pakkaleik fyrir liðið. Geggjað skemmtilegt, alveg eins og í barnaafmælunum góðu.

En mikið djö... er ég búin að vera þreytt. Ég bókstaflega held mér ekki vakandi hér heima hjá mér á kvöldin. Mig langaði t.d. rosalega að horfa á úrslitaþáttinn á So you Think you can Dance í gær en ég rétt vaknaði inn á milli atriða til að spyrja Jón Björn hvað hefði gerst og hvort dansarnir hefðu verið flottir, eins og hann hefði nokkurt vit á því.

Árleg jólasýning Fimleikadeildar Keflavíkur var s.l. laugardag. Sýningin var glæsileg að vanda en Bryndís Jóna og Hildur María Magnúsdætur sáu um sýninguna þetta árið. Bryndís Jóna, sem er auðvitað orðin þekktur unglingabókahöfundur, skrifaði jólasögu sem harmoneraði við atriðin. Mjög vel gert. Til hamingju stúlkur.

BRÚNTERTUBAKSTUR! Ég veit þið eigið erfitt með að trúa þessu en ég er búin að baka brúntertu. Mhm. Þessa með hvítu kremi og sultu á milli, svona lagtertu. Þannig er mál með vexti að hin eina sanna Amma Fríða kenndi mér að gera svona tertu fyrir um tveimur árum síðan. Hún spyr mig svo reglulega að því hvort ég sé búin að baka herlegheitin en svarið er alltaf NEI ...eða var alltaf nei. Mín tók sig svo til um helgina og skellti í eina slíka. Afraksturinn var afhjúpaður síðdegis í dag og þetta heppnaðist bara svona stórkostlega. Bragðar alveg eins og hjá ömmu gömlu, ég er ekki að grínast. Reyndar gekk þetta ekki vandræðalaust fyrir sig því það þurfti tvö deig til ...fleira fylgir ekki þessari sögu. Eins og þið vitið flest, ef ekki öll, þá er ég alnafna ömmu minnar og því fylgja ýmis fríðindi, skyldur og kvaðir. Eitt af öllu fyrrgreindu er að ég skuli geta gert brúntertu eins og hún.

Nú var ég að koma af jólatónleikum í Hallgrímskirkju. Tveir kvennakórar og Stúlknakór Reykjavíkur voru með tónleika og voru þeir hreint út sagt dásamlegir. Þetta eru sjöttu jólin mín hér á Skólavörðustígnum og hefur mig alltaf langað til að fara í Hallgrímskirkju á aðventunni en aldrei látið verða af því, líklegast út af prófastressi. Nú lét ég verða af því og sé ekki eftir því. Ég bauð mömmu og ömmu með mér. Við mæðgurnar byrjuðum á því a borða saman á Indian Mango, frábær veitingastaður sem framreiðir unaðslega ljúffengan mat. Ég hef einu sinni komið þangað áður með honum Jóni Birni mínum og var það álíka ljúffengt, nema hvað... Maðurinn sem líklegast á staðinn tilkynnti mér það þegar við vorum að fara út áðan að ég væri hans uppáhalds viðskiptavinur þar sem ég kæmi svo oft! Hmmm... Annað hvort á ég tvífara sem fer óvenju oft á Indian Mango eða þá að maðurinn sjái mig í öðru umhverfi og sé eitthvað að ruglast. Ég held reyndar að hið síðarnefnda sé rétt. Ég er alltaf að sjá þennan mann hér i miðbænum.

Skellti inn nokkrum myndum hérna til að gera þetta skemmtilegra. Aðeins ein hefur eitthvað með færsluna að gera. Efsta myndin er bara til að hlýja minningunum um yndislegar stundir í Ástralíuferðinni. Miðjumyndin er af ungum fimleikastjörnum sem eru nýbúnar að læra handahlaup, gerist ekki mikið krúttlegra. Síðasta myndin er af Jóni Birni að tapa sér í Kínahverfi Singapore-borgar, óborganlegt!

En jæja, nú er komið fram yfir minn háttatíma. Ótrúlegt að ég sé enn vakandi.

Góða nótt, Hilma

10 Comments:

Anonymous Anonymous said...

dugleg að blogga ennþá... alltaf gaman að lesa þessa pistla.... Góð með kökuna... kveðja Heiða og co

10:31 PM  
Anonymous Anonymous said...

Takk fyrir færsluna Hilma mín:) Alltaf gaman að lesa bloggið ykkar það er svo skemmtilegt:)
Takk kærlega fyrir síðast og brúnkakan var ÆÐI;)

Kveðja Guðrún Þorgerður

10:26 PM  
Blogger Rósaklikk said...

Vá nóg að gerast :) svo er það bara þannig að það verður tekið tjútt með Millunni :)

12:34 PM  
Anonymous Anonymous said...

Nei, nei, nei..... er bara ekki verið að blogga. Ég hélt að slíkt myndi bara ekki gerast hjá ykkur. Mikið er ég ÁNÆGÐ.... svo gaman að fylgjast með. Greinilega mikið að gerast hjá ykkur og gaman. Fyndið þetta með þjóninn á veitingastaðnum og frábært að þú skulir ætla að halda brúnkökuhefðinni á lofti :)

Ólafía

PS. sendi engin jólakort í ár.

1:33 PM  
Anonymous Anonymous said...

Jamm komin á klakann elskan mín, kom í gærkvöldi...s.s. sunnudagskvöldið....er ekki alveg uppbókuð...átt ennþá séns ;)

p.s. er byrjuð að nota gamla ísl-númerið mitt !!!

7:29 PM  
Anonymous Anonymous said...

Oohhh.... það er orðið svo langt síðan ég hef séð jólasýningu hjá Fimleikunum. Þær eru náttúrulega alltaf bestar og langflottastar!!!

Þið eruð voða dugleg í blogginu. Alltaf rosa gaman að kíkja:)

Ragna Laufey

7:52 AM  
Anonymous Anonymous said...

meira meira meira meira....

6:59 PM  
Anonymous Anonymous said...

já... meira, meira, meira....áfram, áfram, áfram, skrifa, skrifa, skrifa.... :)

3:47 AM  
Anonymous Anonymous said...

þetta var ég... Ólafía

3:47 AM  
Anonymous Anonymous said...

þetta var ég... Ólafía

3:47 AM  

Post a Comment

<< Home