2012

Wednesday, February 21, 2007

Endurkoma í sterkara lagi

Tvíhöfðinn Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr eru komnir aftur með glæsibrag og eru nú með þætti hjá RÚV um helgar. Þeir félagar fara gjörsamlega hamförum í þáttunum og þá sér í lagi í lið sem kallaður er símatími. Í símatímunum hringja inn hinar ýmsu manneskjur og ræða við Sigurjón þáttarstjórnanda og hann sem slíkur hefur ómælda þolinmæði fyrir þjóðarsálinni sem er á hinum enda línunnar. Jón Gnarr er vitaskuld einstakur listamaður þegar kemur að því að fanga ,,mugginn” í Íslendingum, þ.e. þessa einstaklinga sem berjast hart fyrir því að koma sinni skoðun að í íslenskum fjölmiðlum og hafa sjaldnast eða aldrei neitt að segja.

Gamall maður ræðir um kvenlega fætur afa sína, einn hringjandi segist safna naflaló og þá er íslenskum fjölmiðlum jafnan í þessum símatíma kennt um það sem miður fer í þjóðfélaginu. Þetta er einstakt efni frá þeim félögum og hafa þeir aldrei verið betri en einmitt nú:

www.ruv.is/tvihofdi

Þakka þeim Sigurjóni og Jóni kærlega fyrir að færa mér að nýju magavöðvana.

Jón Björn

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Mér finnst tid Hilma bara vera med endurkomu í sterkara lagi ;) Hipp hipp húrra :)

11:36 PM  

Post a Comment

<< Home