2012

Tuesday, April 03, 2007

Áfram stelpur

Evrópumót lesbía í blaki haldið hér
Yfir eitt hundrað lesbíur frá Þýskalandi, Hollandi og Bretlandi koma hingað til lands um páskana, til að keppa í blaki. Blaklið KMK eða Kvenna með konum héðan frá Íslandi tekur einnig þátt í mótinu.
Þetta er í nítjánda sinn sem evrópskar lesbíur halda alþjóðlegt blakmót, en íslenskar lesbíur taka nú þátt í mótinu í fjórða sinn. Evrópumót lesbía í blaki verður haldið í íþróttahöll Fylkis í Árbæ í Reykjavík um næstu helgina.


Sem íþróttafréttamaður þá kemur þessi frétt hér að ofan mér nokkuð skringilega fyrir sjónir. Ég verð að viðurkenna að ég vissi ekki að lesbíur héldu blakmót af viðlíka stærðargráðu. Eftir smá umhugsun þá fór ég að velta því fyrir mér af hverju þær kepptu ekki bara með gagnkynhneigðum, tvíkynhneigðum og fleirum eða sem sagt í opnum deildum þar sem öllum er heimilt að taka þátt, þá öllum konum á ég við. Ég hafði nú á sínum tíma haft veður af einhverju fótboltamóti hjá samkynhneigðum en þetta var algerlega nýtt fyrir mér. Sá grunur rennur á mig að þetta sé nú meira hópefli heldur en mót. Að lesbíur hvaðan af úr Evrópu komi saman til þess að treysta böndin og að keppnin slík sé nú ekki í hávegum höfð.

Ef það reynist vera að lesbíurnar séu komnar hingað til lands með það eitt að markmiði að berjast um einhvern meistaratitil í blaki þá er skammt að bíða fleirri afkimagreina úr íþróttaheiminum. Handbolti fyrir hómópata, íshokkí fyrir einfætta, sund fyrir sálfræðinga, körfubolti fyrir köntrísöngvara og fleira í þessum dúr.

Ekki gefur þó að skilja að þessi þróun sé eitthvað slæm en í landi sem telur rétt rúmlega 300 þúsund manns getur það orðið fátæklegt að tefla fram jafn sérhæfðum liðum. Hversu margar samkynhneigðar konur er hægt að finna á Íslandi sem eru frambærilegar á alþjóðavettvangi í blaki?

Svarið er augljóst!
Fullt af þeim, það er hægt að finna fullt af frambærilegum íslenskum lesbíum í alþjóðablak. Við erum bara þannig - áfram stelpur og sýnið þessum útlendingum hvernig á að smassa í tuðruna.

Jón Björn

0 Comments:

Post a Comment

<< Home