2012

Tuesday, March 06, 2007

Skemmtun með skeiðum

Við Hilma buðum vinum okkar í Álftavík um síðustu helgi og áttum þar voðalega fínar stundir saman. Þau Loftur, Guðrún, Amir og Rut komu með okkur og vitaskuld var okkar fyrsta verk að láta renna í pottinn, þremur tímum síðar var potturinn orðinn starfhæfur og gengið bleytti vel í sér, að innan sem utan.

Á laugardeginum kíktum við á Selfoss, hefðum betur sleppt því þar sem ég varð að horfa upp á Man. Utd. skora sigurmark gegn mínum mönnum í Liverpool á síðustu sekúndum leiksins. Óþolandi!

Að þessum hörmungum loknum héldum við á Þingvelli en gerðum smá stopp í Byrginu, bara svona rétt til þess að kíkja á það sem allir eru að tala um. Amir hafði að mér skildist aldrei áður komið á Þingvelli og því ekki seinna vænna en að taka þjóðrembuna á piltinn. Hann ætlaði varla að trúa því að í Drekkingarhyl hefði konum í alvöru verið drekkt en svo rakst hann á eitthvað skilti þarna sem var með útskýringum og þá varð hann sannfærður. Við s.s. drekktum kellingum á miðöldum.

Á laugardagskvöld grilluðum við okkur dýrindis lambalæri og skemmtum okkur með skeiðum svo eitthvað sé nefnt.

Fín helgi, gott fjör.

Jón Björn

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ohhh þetta var æðisleg helgi. Þakka kærlega fyrir samveruna og þessi bústaður og umhverfið er paradís á jörðu:)

11:55 PM  
Anonymous Anonymous said...

Jæja má ekki fara að koma með nýja færslu - fæ klígu af undirhökunni á fyrstu myndinni;)

1:20 PM  
Anonymous Anonymous said...

En gaman hjá ykkur. Greinilega ein af þessum ferðum sem seint verður gleymt.
fía

2:31 PM  
Blogger Kamilla said...

Jeminn, ég hélt að þið væruð hætt að blogga. Þið getið því rétt ímyndað ykkur hvað ég varð glöð þegar ég kom hingað inn. Vííí!

Sakna ykkar.

12:27 AM  
Blogger Rósaklikk said...

Bara komin aftur? Snilldar myndir. Mér finnst flott að ímynda mér að Hilma sé að rappa á myndinni. Verð að fara að drulla mér í svona eitt stykki ferðalag. Áfram Liverpool :)

4:58 PM  

Post a Comment

<< Home