
Heima er best stendur einhvers staðar ritað og þannig verður málum háttað hjá okkur Hilmu yfir páskahátíðina. Við ætlum okkur bara að rúnta Reykjanesbrautinni millum 101 og 260 og hafa það náðugt. Að vísu þarf ég að vinna eitthvað um helgina en það er ekki 100 í hættunni svo maður getur nú örugglega eitthvað sofið út.
Fyrir ykkur hin sem eruð jafn ferðalagaglöð og við eða þannig, þá verður heitt á könnunni hjá okkur um helgina en ég stórefa það að þessi súkkulaðirisi mér við hlið á myndinni verði í sama formi þegar þið lítið við.
Gleðilega páska,
Jón Björn og Hilma
3 Comments:
Nau nau nau.. mikið var gott að sjá blogg og ekki eitt heldur tvö!!! Kom andinn alveg yfir þig Jón Björn minn;) Ég verð líka heima um páskana eða öllu heldur að vinna mest alla páskana, verð í fríi Skírdag og á annan.. en maður fær allavega fínt greitt fyrir þessa rauðu daga þannig að maður huggar sig við það.
Ég keypti mér líka páskaegg númer 6 haha en það er sko hvítt súkkulaði nammi namm, fór í sælgætisverksmiðjuna og náði síðasta egginu í þessum lit;)
Kveðja, Guðrún Þorgerður
Ps. flott mynd af þér;)
Hæ elskurnar, gaman ad fá smá fréttir af ykkur :) Tharf samt ad fara ad senda henni Hilmu minni feitt mail !!!
Hafid thad gott yfir páskana elskurnar...ég ætla ad njóta theirra hérna í DK med Nóa Siríus eggjum nr.3 og 6 :-D jehhhhhh
Gleðilega páska
Ólafía og Sara Rós
Post a Comment
<< Home