Aðskilnaður við Miðborgina
Gleðilegt sumar kæru vinir og takk fyrir veturinn.
Þeir atburðir sem hafa átt sér stað í Miðborginni okkar fögru á tímamótum vetur og sumars 2007 eru hreint út sagt voðalegir. Við Jón björn höfum notið þeirra forréttinda að búa með Miðborginni síðustu 6 ár og liðið alveg hreint yndislega. Mér dettur helst í hug að borgin sé í uppnámi vegna væntanlegra flutninga okkar, en við biðjum hana um að örvænta ekki þar sem við verðum skammt undan. Nú verður bara spennandi að sjá hvað ákveðið verður að gera á horninu fræga. Mér finnst nú í lagi að reyna að halda upprunalegri mynd hornsins en yrði ekkert svakalega sár þó Pravda húsið verði öðruvísi á að líta eftir uppbyggingu.
En nú er búið að selja Skólavörðustígsíbúðina. LOKSINS. Eins og mér finnst íbúðin falleg og gott að búa hér tók heila 2 mánuði að selja hana. Skil það ekki ennþá. Við vorum búin að halda íbúðinni spikk & span upp á hvern einasta dag í þessa tvo mánuði og alltaf að sýna með bros á vör. Nú er sú tíð liðinn og tiltekt og pökkun tekur við. Við byrjum á öllu slíka þegar við komum heim frá Spáni.

Við skötuhjúin erum nefnilega að fara til Spánar með allri fjölskyldunni. Pabbi kallinn ætlar að halda upp á fimmtugsafmælið í sólinni og þar sem hann er einstaklega vinæll maður ætlar stórfjölskyldan að elta hann út í hitann. Ég verð allavega á bikiníinu í næstu viku rétt eins og Betty boop á myndinni hér til hliðar.
Eitt að lokum. Hún Kamilla mín á afmæli á sunnudaginn. Innilega til hamingju með daginn mín kæra. Njóttu!
Ást og friður á Dalvík sem og víðar
Hilma
4 Comments:
Miðbærinn er að kveðja ykkur alveg allsvakalega, vonandi mun hin upprunalega mynd fá að njóta sin, væri samt gaman að hafa smá twist á þessu, svona til að lífga aðeins upp á þetta.
Góða ferð til Spánar, ohhh geggjað að stripplast aðeins á bikiníum og næla sér í smá lit.
Sá mynd af þér á vf.is, sjúklega flott eins og ávallt ;)
Hæhæ og til hamingju með söluna : )
Svo verður bara gaman að flytja eftir að hafa flatmagað í sólinni. Það er líka alltaf gaman að raða inn í nýja íbúð þó að það sé ekki jafn skemmtilegt að pakka draslinu niður...
kv. Soffía
Og hvad svo?
Hvernig ganga flutningar og hvernig var Spánn??
blogga blogga blogga blogga...
Post a Comment
<< Home