2012

Saturday, July 14, 2007

Klósettið komið í gang, allt að gerast!

Guð almáttugur á það til að vera smá erfiður því síðustu vikur hefur hann látið gula kvikindið skína af öllum krafti á meðan við húkum inni í íbúðinni okkar að gera hana klára. Ég man vart eftir annarri eins veðurblíðuhrynu og það er búið að vera nokkuð grátbroslegur fílingur í okkur Hilmu. Við byrjum bæði að vinna aftur á mánudag eftir tveggja vikna sumarfrí og þá standsetjum við heimilið meðfram vinnunni, þetta er að verða voðalega kósý hjá okkur.

Salernið er komið í fullan sving en það var vígt með mikilli athöfn á fimmtudagskvöld. Á meðfylgjandi myndum sést á einni þeirra hve ánægð Hilma var með nýja klósettið sitt. Fyrsta nóttin okkar í nýju íbúðinni var s.s. á fimmtudagsnótt en steypiböð fara yfirleitt fram í Laugardalslauginn. Stefnt er að því að sturtan verði komin í gagnið ekki síðar en næsta fimmtudag. Hvern hefði grunað að yfirhalning á tæplega 5 fermetra baðherbergi myndi taka jafn langan tíma?

Annars er þetta allt að koma hjá okkur enda höfum við notið liðsinnis góðra pilta og meyja, allir boðnir og búnir til þess að rétta fram hjálparhönd sem hefur verið ómetanlegt.

Nú er sumarfríið að baki og blákaldur raunveruleikinn með heiðskírum himni bíður manns á mánudag.

Góðar stundir
Jón Björn

11 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Til hamingu með að vera flutt inn og djöfuls dugnaður í þér JB að taka bara baðið sjálfur í aðra nösina ;) Get rétt ímyndað mér hvað Hilma var ánægð. Við Jenni lifum á því að þið séum að koma....hlökkum ekkert smá til.

10:46 AM  
Anonymous Anonymous said...

Frábært að baðið sé allt að verða klárt og til hamingju með flutninginn. Við erum nú aftur á leið út úr borginni og ætlum að þræða austfirðina, erum í sumarfríi til 23. júlí. Kíkjum á ykkur við gott tækifæri þegar við komum aftur til höfuðstaðarins:)

Kv. Guðrún og Loftur

12:40 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ elskurnar,

og takk fyrir síðast :* Það var ekkert smá gaman að hitta á ykkur og sjá nýju íbúðina :) er enn að hugsa um fataHERBERGIÐ...svo mikill lúxus ;) En það verður gaman ad sjá hvað þið verðið búin að koma ykkur vel fyrir þegar við komum í lok ágúst :)

10:16 PM  
Anonymous Anonymous said...

Halló kæru vinir....
Til hamingju með allt saman og flott að allt sé að komast í stand. hafið það gott og vonandi sjáumst við fljótlega

12:15 AM  
Anonymous Anonymous said...

Til lukku með flutninginn og líst ekkert smá vel á baðið hjá þér JB, duglegur strákur.
Trúi ekki öðru en að þetta verði geggjað hugge hjá ykkur
Hvað dreymdi ykkur síðan fyrstu nóttina ?????
Kveðja Elsý

10:47 AM  
Anonymous Anonymous said...

Mig dreymdi ekkert nema málningu, flísalagnir, þrif og annað slíkt þarna fyrstu tvær næturnar. ÉG held að það þýði bara að allt puðið hefur verið og er erfiðisins virði.
Nú er búið að físaleggja baðið og stefnt að því að setja fúan í kvöld. ÉG get sýnt þessu öllu samnan talsvert mikinn skilning en afskaplega takmarkaða þolinmæði. Herlegheitin hafa þó orðið til þess að ég er búin að vera óvenju brött á morgnana, fer í ræktina og í sund til að fá morgunsturtuna fyrir vinnudaginn, Spurning hvort maður nær að halda því út eftir að baðherbergislúxusinn kemur inn í íbúðina???

11:08 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ hæ og takk fyrir síðast.

Innilega til hamingju með klósettið, held að þetta sé einn mikiklvægasti heimilishluturinn. Skil ekki hvernig fólk gat búið við útikamra???
Hlakka rosalega til að sjá nýju íbúðina.

kv. Soffía

10:55 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hann á afmæli í dag,
hann á afmæli í dag,
hann á afmæli hann Jón Björn,
hann á afmæli í dag.

VEIIIIII :)

Til hamingju med daginn kæri vinur.

Kvedja frá baunalandi,

Elísa og Jói

12:08 PM  
Anonymous Anonymous said...

Já, ég á afmæli í dag, 19. júlí, 27 ára hnullungur, þakka kveðjurnar hehe.
Jón Björn

5:06 PM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með flutninginn!!! Við dömurnar í Flórída erum fluttar til Orlando :)

Ólafía

4:15 AM  
Anonymous Anonymous said...

Langaði bara að óska ykkur innilega til hamingju með íbúðina í skipholtinu. Hlakka til að sjá hjá ykkur næst þegar við höldum heim á Frónna. Día og Englendingarnir

11:57 AM  

Post a Comment

<< Home