2012

Tuesday, July 10, 2007

Flutningar með Ljótu hálfvitunum

Þá er búslóðin öll komin inn í Skipholt 51 en við erum ekki enn flutt inn ef svo má að orði komast. Við rifum allt út af baðherberginu og það hefur dregist nokkuð að koma salerninu í lag en engu að síður hefur öflug sveit vaskra einstaklinga verið dugleg við að hjálpa okkur. Nú er búið að flísaleggja gólfið á baðherberginu og vonandi á morgun, miðvikudag, verður salernið orðið starfhæft og vaskurinn og sturtan komin í gír um eða eftir helgi. Þessa stundina er því nokkurs konar óreiðuástand á okkur Hilmu og meðfram framkvæmdunum á baðinu er nostrað við að koma hlutunum hægt og bítandi á sinn stað. Stefnum að því að vera með innflutningsgigg þarnæstu helgi og vonandi gengur það allt eftir.

Annað og ótengt flutningum...Ljótu hálfvitarnir... diskur sem verður að komast í heimilssafnið. Mæli persónulega með laginu Ást, ást, ást. Diskurinn er algjör snilld, engin tilgerðarleg hljóðblöndunu eða Einar Bárðar í bakgrunninum að hæpa upp allan pakkan. Bara nokkrir íslenskir graðnaglar að Norðan sem skipa sveitna og það sem betra er, nokkrir meðlimanna voru í hinni stórgóðu sveit Innvortis sem íslenskaði svo eftirminnilega More than a feeling með bandinu Boston sem gerði góða hluti um svipað leyti og Michael Bolton var kyntákn.

Fleira var það ekki að sinni en endilega vindið ykkur út í næstu hljómplötuverslun og nælið ykkur í eintak af Ljótu hálfvitunum.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home