
Jæja, þá er hún komin í heiminn hún Skotta Jónsdóttir eins og við köllum þessa elsku. Skotta kom í heiminn þann 24. október kl. 19:05 á sjálfan Kvennafrídaginn. Ekki amalegt það. Hún rétt skreið yfir 14 merkur og var 53 sm. löng. Vitaskuld erum við bara í sjöunda himni með þetta allt saman og þegar þetta er ritað er pabbinn meir heima, einn í kotinu, þar sem mæðgurnar eru á sængurkvennadeildinni. Þær drottningar eru væntanlegar heim í byrjun næstu viku og þá verður sko kátt í höllinni.
Kveðja,
Jón Björn, Hilma og Skotta : )