2012

Sunday, October 26, 2008

Kom í heiminn á kvennafrídaginn

Jæja, þá er hún komin í heiminn hún Skotta Jónsdóttir eins og við köllum þessa elsku. Skotta kom í heiminn þann 24. október kl. 19:05 á sjálfan Kvennafrídaginn. Ekki amalegt það. Hún rétt skreið yfir 14 merkur og var 53 sm. löng. Vitaskuld erum við bara í sjöunda himni með þetta allt saman og þegar þetta er ritað er pabbinn meir heima, einn í kotinu, þar sem mæðgurnar eru á sængurkvennadeildinni. Þær drottningar eru væntanlegar heim í byrjun næstu viku og þá verður sko kátt í höllinni.

Kveðja,

Jón Björn, Hilma og Skotta : )

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Vá gaman að fá að sjá mynd af skottunni... ;-)

Kveðja úr Sandgerðinni.... Heiða, Balli og gormar...

3:36 AM  
Blogger Unknown said...

Yndislegt og það verður æði fyrir þig að fá stelpurnar þínar heim:) Til lukku pabbi:)

1:46 PM  
Anonymous Anonymous said...

Sæl!
Rakst á síðuna ykkar hjá Ásdísi Jóhannesar og þá sá ég þessar gleðifréttir og vil af því tilefni óska ykkur innilega til hamingju með litlu dömuna. Gangi ykkur vel í nýja hlutverkinu.
Kv.Jane Petra gömu fimleikavinkona

11:31 PM  
Blogger Unknown said...

Til hamingju með skvísuna, hún er ferlega sæt!
Kv. Berglind Harpa

11:47 PM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju! Ji hún er dásamleg, og ekki leiðinlegt að fá fréttir að hún væri komin í heiminn á afmælisdeginum mínum!

Kveðja Día

9:03 PM  
Anonymous Anonymous said...

Elsku Hilma og Jón Björn!
Innilega til hamingju með skottuna. Hún er æðisleg. Kem í heimsók þegar þið hafið jafnað ykkur.
Kveðja
Kristín Alfredsd.

4:42 PM  

Post a Comment

<< Home