
Jæja, þá er hún komin í heiminn hún Skotta Jónsdóttir eins og við köllum þessa elsku. Skotta kom í heiminn þann 24. október kl. 19:05 á sjálfan Kvennafrídaginn. Ekki amalegt það. Hún rétt skreið yfir 14 merkur og var 53 sm. löng. Vitaskuld erum við bara í sjöunda himni með þetta allt saman og þegar þetta er ritað er pabbinn meir heima, einn í kotinu, þar sem mæðgurnar eru á sængurkvennadeildinni. Þær drottningar eru væntanlegar heim í byrjun næstu viku og þá verður sko kátt í höllinni.
Kveðja,
Jón Björn, Hilma og Skotta : )
6 Comments:
Vá gaman að fá að sjá mynd af skottunni... ;-)
Kveðja úr Sandgerðinni.... Heiða, Balli og gormar...
Yndislegt og það verður æði fyrir þig að fá stelpurnar þínar heim:) Til lukku pabbi:)
Sæl!
Rakst á síðuna ykkar hjá Ásdísi Jóhannesar og þá sá ég þessar gleðifréttir og vil af því tilefni óska ykkur innilega til hamingju með litlu dömuna. Gangi ykkur vel í nýja hlutverkinu.
Kv.Jane Petra gömu fimleikavinkona
Til hamingju með skvísuna, hún er ferlega sæt!
Kv. Berglind Harpa
Til hamingju! Ji hún er dásamleg, og ekki leiðinlegt að fá fréttir að hún væri komin í heiminn á afmælisdeginum mínum!
Kveðja Día
Elsku Hilma og Jón Björn!
Innilega til hamingju með skottuna. Hún er æðisleg. Kem í heimsók þegar þið hafið jafnað ykkur.
Kveðja
Kristín Alfredsd.
Post a Comment
<< Home