Stefnan var á eftirlaun Rúnar!

Rúnar Birgir Gíslason vinur minn á http://www.karfan.is/ spurði hér á síðustu leiktíð: „Hver er stefnan Sigmundur?“ Og þá átti Rúnar hér við þá ömurlegu umfjöllun sem körfuknattleikur hafði fengið. Það sem tók úr steininn var að MBL sendi ekki mann á uppseldan deildarleik Njarðvíkur og Keflavíkur í körfunni síðasta vetur og það var vægast sagt ótrúlegt að ekki hefði verið fjallað um leikinn í nema 3-4 línum!
Ætli karlinn sé ekki búinn að svara núna spurningu Rúnars, eða öllu heldur nýjir stjórnendur Moggans búnir að svara fyrir Sigmund. Árið er 2008 og það er ekki pláss fyrir risaeðlur á íþróttadeildum fjölmiðlanna, eflaust gerði Sigmundur margt á sínum ferli sem má telja honum til tekna en þessi lokasprettur hans var hrikalega slappur.
Ég og örugglega fleiri bindum miklar vonir við þá Víði og Sigurð Elvar og hingað til hafa þeir ekki valdið neinum vonbrigðum.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home