
Svíþjóð, Stokkhólmur, Solna, í fyrramálið með Körfuknattleikssambandi Íslands. Einhvern tíma hef ég nú prufað það að fá mér í vörina og því verður spennandi að koma til Svíþjóðar, sjálft heimili General Snus, betur þekkt sem Gothiatek.
Hver veit nema ég taki nokkrar körfuboltamyndir í leiðinni. Það er aldrei að vita.
Jón Björn
9 Comments:
Já,já. Var það ekki!
Fyrir utan það hversu gáfulegt þar er að auglýsa væntanlegt smygl á veraldarvefnum, líka á jafn vinsælli síður og raun ber vitni, þá held ég að það sé gáfulegra að nota þessa Svíþjóðardaga sem síðustu munntóbaksdagana þína og taka aldrei aftur í vörina eftir að heim er komið.
Rétt upp hönd sem er sammála mér!!!
knús, Hilma
Vá gæti ekki verið meira sammála þér Hilma mín, ég er með báðar hendur upp í loft!! Spurning um að setja þessa munntóbaksgaura í keppni....nota aðeins keppnisskapið í þeim, nóg er af því ;)
Knús frá Köben
Sigrún Dögg
Rétti upp hönd, svona fallegur maður á ekki að taka í vörina:) Greyið fallega konan hans að kyssa tóbaksvarir.
Sammála... útlit manna með tóbak í vörinni er frekar óaðlaðandi.... eins og hann Jón Björn er nú ANNARS myndarlegur.
JESS! Stelpur þið eruð æði :* ...nú er bara að sjá hvað drengurinn gerir þegar hann kemur heim, ...sem er seinnipartinn í dag. Takið eftir því tollarar! :)
Hilma
Ja hérna, maður er bara klagaður í tollinn! Hann Simmi vinur minn var í tollinum þegar ég fór í gegn og var mér mikið létt þegar ég sá hann enda var ég með 10 dósir á mér. En þessari áskorun um að hætta að taka í vörina verður tekið með fullum áhuga áður en þetta ár er á enda.
Jón Björn
This comment has been removed by the author.
Hehe... Ekki gleyma að heimsækja mig ef þú verður á ferðinni í suður Svíþjóð!
Hér taka barasta allir í vörina og það er alls ekki sjaldgæft að prófessorarnir losi úr vörinni í miðjum fyrirlestrum. Reyndar nota flestir poka, mér þætti nú gaman að sjá liðið rempast við að stappa í sprautu...
Kveðja, Ásta Andrésar
Já sæl og blessuð vinkona. Þú kannski manst að smygla þegar þú átt næst leið hingað heim til Íslands : )
Bara svona 40-50 dósir væri alveg nóg : )
JBÓ
Post a Comment
<< Home