2012

Wednesday, February 20, 2008

Út í sólina

Þegar snjónum kyngdi niður í gær gat ég ekki annað en látið mig dreyma um sumar og sól. Væri nú ekki yndislegt að vera staddur á einhverri hitabeltisströndinni að sóla sig í bak og fyrir? Vera jafn áhyggjulaus og þessir kátu smjattpattar á meðfylgjandi myndum. Þeir þurfa hvorki sól né strönd til að að brúnin lyftist því ef það snjóar eru þessir kappar, Tristan og Darri, mættir í gallann og út að rúlla upp Snæfinni eða framkvæma önnur strákaprik.

Miðað við tíðarfarið liggur við að maður gerist dyggur stuðningsmaður hnattrænnar hlýnunnar. Öll él styttir þó upp um síðir og brátt verður maður farinn að reima á sig golfskóna eða bóna bílinn. Þangað til lætur maður sér það lynda að garfa í ferðabæklingum sem streyma nú inn um bréfalúgurnar.


Já, og áfram Liverpool!

Jón Björn


6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þessir bræður eru auðvitað algerir snillingar, Tristan er alveg "grjótharður" og svo var ég að lesa Fréttablaðið og sá hvað Darri er rosalega gjafmildur, alveg með hjartað á réttum stað. Já og by the way, djö.... er ég farin að hlakka til að vera svolítið með ykkur í sumar, ohhh verður næs ;)

1:19 PM  
Anonymous Anonymous said...

úff þetta var sko eitt gott frí þarna í apríl..Vonandi verður þetta sumar eins gott og í sumar ;)

11:42 PM  
Anonymous Anonymous said...

já það er ekki laust við að maður sé orðinn spenntur fyrir sumrinu...
jbó

1:21 AM  
Anonymous Anonymous said...

Sæll frændi!
Ég vil bara benda þér á að sumar spár um hnattræna hlýnun benda til að hér muni rigna enn meir!
Safnaðu þér bara pening til að fara í sólina eins og við hin :Þ

11:10 AM  
Anonymous Anonymous said...

ohhhhh.... jæja þá er ég byrjaður að safna.... gott að hafa svona fræðimann með sér í ráleggingum sem og bollaleggingum.... ég er s.s. á móti hnattrænni hlýnun í dag
hehe
jbó

2:16 PM  
Anonymous Anonymous said...

Er það bara mér sem finnst eins og Tristan sé í sundlaugardansi??
HAHAHAHA!!
Ég gat rétt svo opnað bilhurðarnar í morgun fyrir frosti svo ég held að þessi hlýnun sé í pásu!! ;)
Ásdís

3:14 PM  

Post a Comment

<< Home