2012

Friday, January 18, 2008

Hélt ég hefði hoppað hærra!

Já gleðilegt ár öllsömul. Þetta er önnur tveggja mynda sem var í jólakortinu okkar Hilmu. Skemmtileg mynd sem ljósmyndarinn Erlingur Ó. Aðalsteinsson tók á brúðkaupsdaginn okkar þann 6. október síðastilinn. Ég hef lengi haldið að ég væri ótrúlegur íþróttamaður en þessi mynd afsannar þær hugmyndir mínar. Mig minnir að ég hafi haft mig til flugs á þessari mynd og svifið um himinhvolfin eins og tígulegur örn í leit að bráð. Annað kom þó á daginn, ég rétt lyftist af göngustígnum þarna og er ekkert voðalega íþróttamansslegur. Ætli það sé ekki ein af ástæðunum fyrir því að ég sé blaðamaður ??? : )

Annars er allt gott að frétta úr Skipholti 51 og fiskarnir okkar gera fátt annað en fitna, við förum brátt að sleppa þeim í Reykjavíkurtjörn þessum elskum. Verða brátt flokkaðir sem spendýr ef vöxturinn heldur sér!


Jón Björn


3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þið eruð svo sæt á þessari mynd, þú ert örugglega sá eini sem varst að spá í hæðinni á hoppinu ;)
Kv.ásdís

11:12 PM  
Anonymous Anonymous said...

hehe, ég hef nú hoppað hærra, vildi bara ekki rífa Hilmu hátt í loft upp svo ég notaði bara lítinn kraft í þetta enda uppgefinn eftir stressið í kirkjunni he he
JBÓ

4:25 PM  
Blogger Unknown said...

Finnst þú einmitt hoppa svo hátt!!

9:07 PM  

Post a Comment

<< Home