2012

Wednesday, February 27, 2008

Ágengar álftir

Fuglarnir voru aðgangsharðir við Lækinn í Hafnarfirði um síðustu helgi enda úti kalt og fátt um stingandi strá upp úr snjónum. Þessi unga dama á myndinni kom vopnuð brauðpoka frá Myllunni og þótti víst eitthvað sein til að koma brauðsneiðinni í umferð hjá fuglunum svo þeir bara færðu sig nær. Hugsanlega fóru þeir aðeins of nálægt því þeir hræddu líftórunu úr þessu litla vetrarklædda manndýri sem örskotsstundu síðar henti brauðsneiðinni í heilu lagi upp í álftina sem er komin alveg upp að henni. Þetta var skemmtilegt móment en þarna var ég á flakkinu fyrir Víkurfréttir í Hafnarfirði með myndavélina að vopni.

Jón Björn

0 Comments:

Post a Comment

<< Home