2012

Saturday, March 01, 2008

Darri besti minn

Eins og þið sem lesið þessa síðu vitið á ég tvo yndislega bróðursyni sem okkur Jóni mínum er mikið annt um. Tilefni þess að ég læt loksins verða að því að setja færslu hingað inn er hinn prýðispilturinn Þórhallur Darri. Ég ætla að segja ykkur aðeins frá honum. 

Hann verður 10 ára 13. apríl n.k. Hann býr í Hvassaleiti og er í Hvassaleitisskóla. Darri minn er einstaklega einlægur og ljúfur drengur um leið og hann er mega töffari og sjúklega sætur. Hann segir okkur Jóni Birni oft að hann elski okkur og hvað honum finnist við yndisleg og auðvitað segjum við sömu orðin við hann  þó Mr. J.B. hafi nú þurft að taka á stóra sínum. 

Þórhallur Darri las um fjölskyldu sem hafði orðið fyrir því óláni að missa allar eigur sínar í eldsvoða með tilheyrandi sorg. Darri sá aumann á tveimur piltum á hans aldri og gaf þeim allar jólagjafirnar sínar!!

Þegar Fréttablaðið óskaði eftir ábendingum til samfélagsverðlauna 2008 sendi vinkona Rakelar, mágkonu minnar, inn söguna um Darra og var hann þess vegna tilnefndur til Hvunndagshetju 2008 hjá Fréttablaðinu - geri aðrir 9 ára piltar betur. 

Síðasta þriðjudag fórum við 10 saman, sem öllum þykir mikið vænt um Darra, á hátíðlega samkomu í Þjóðmenningarhúsinu þar sem mikið var af öllu því sem fínt þykir í okkar samfélagi. Þar var forsetinn, pólitíkusar, framafólk, mikið af fullorðnu fólki, léttvín og pinnamatur. Darri varð mjög taugaóstyrkur, með hnút í maganum og rauða flekki í andlitinu gekk hann fram í sviðsljósið og tók á móti stóru innrömmuðu viðurkenningarskjali og fallegum blómvendi. 

Verðlaunin Hvunndagstja 2008 hlutu hjón af Kjalarnesi sem hafa tekið börn í tímabundin fóstur síðustu 18 ár og alið upp mikið af íslenskum börnum sem ekki hafa búið við barnvænleg skilyrði. Ekki þótti hjónunum nóg um hvunndagsverðlaunin og héldu áfram uppteknum hætti í hvunndagshetjuskap og gáfu Darra Evrópuferð fyrir tvo sem þau hlutu að verðlaunum. Drengurinn var að vonum einstaklega ánægður með þetta allt saman og lærði svo sannarlega að það borgar sig að hugsa vel um náungann, vera gjafmildur og góðhjartaður. 

Elsku Darri þú ert frábærlega æðislegur! Við erum sjúklega stolt af þér. 

Hér fyrir neðan, í eldri færslu, sjáiði mynd af kauða þar sem hann er í essinu sínu í sundlaugargarði á Spáni. 

Hilma

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Las einmitt um þennan dreng og hugsaði vá hvað hann er frábær og hugulsamur ekki margir krakkar sem hugsa svona nú til dags.
Bara til hamingju með frænda þetta er frábært að heyra :)
Kv Elsý

12:37 AM  
Anonymous Anonymous said...

Já, hann Darri er snillingur, ekki margir kappar á hans aldri sem myndu gerast svona stórtækir. Flott hjá þér meistari!
Jón Björn

1:56 PM  
Anonymous Anonymous said...

Váááá enn frábært hjá Darra :) Greinilega gódhjartadur piltur hér á ferd. Hann fær sko STÒRT hrós frá mér.

kv Elísa María

12:10 AM  
Anonymous Anonymous said...

Guð ég fékk nú bara tár í augun og gæsahúð við þennan lestur. En yndislegt og fallegt. Virkilega góður og ljúfur drengur á ferð:)

Takk fyrir að deila þessu með okkur Hilma mín - þetta gerði alveg daginn minn betri:)

Kv. Guðrún Þorgerður

5:54 PM  
Anonymous Anonymous said...

Yndislegur strákur :) Það væri frábært ef meira að segja fullorðið fólk eins og ég gæti hugsað svona.. Öfundsverður kostur verð ég að segja.

Bið að heilsa í kotið. kv. Brynja

11:16 PM  

Post a Comment

<< Home