
Nú er það ljóst að það er ekki aðeins einn fréttamaður á heimili okkar. Hilma gerði um daginn harða atlögu að þeim starfstitli er hún náði þessari skemmtielgu mynd þar sem verið var að æfa sig úr þyrlu við vatnshólinn skammt frá heimili okkar í Skipholtinu. Skemmtilegar myndir og skemmtilegt augnablik sem hún fangaði þarna. Gott auga og efnilegur ljósmyndari hér á ferðinni.
Brátt rennur upp sú stund að Hilma verði eini fréttamaðurinn á heimilinu þar sem ég er búinn að fá nýja vinnu. Ég hætti í síðasta lagi í júníbyrjun hjá Víkurfréttum og fer þá til starfa hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Þá verður Hilma eini fréttamaðurinn á heimilinu : )
Jón Björn
9 Comments:
Flott mynd hjá Hilmz og til hamingju með nýju vinnuna. Held að Víkurfréttir eigi eftir að fara mikið niður á við þegar þú hættir(enda eintómir Keflvíkingar þá eftir). Kveðja Jenni og Sigrún Dögg
ps. Sigrún styður ekki síðustu setninguna.
Flott mynd :)
ásdís
Rosalega falleg mynd hjá Hilmunni minni, virkilega efnileg satt segiru:)
Innilega til hamingju með nýja starfið, þú átt eftir að vera svo frábær í þessu djobbi. Gott að breyta til og leyfa fleirum að njóta hæfileikanna og manngæskunnar:)
Mig er farið að langa mikið til að hitta ykkur hjón. Stefnum að einhverju skemmtilegu fljótlega.
Kær kveðja,
Guðrún Þorgerður
Til hamingju med nýja jobbid Jón Björn :) thú átt eftir ad standa thig thrusu vel....og Hilma thú ert sko efnileg bak vid myndavélina ;)
Knús og kram frá Elísunni í Köben
Sæl skötuhjú.......aldrei skilið þessa samlíkingu reyndar en ég semsagt fann ykkur í gegnum bloggið hennar egypsku Elísu vinkonu okkar. Haldið áfram að vera skemmtileg:)
Sibbi hinn raunverulegi herra Ísland en öfl halda mér frá keppninni:(
Til hamingju með vinnuna. Mjög spennandi!
Rósa María
Takk fyrir það Rósa : )
Kveðja
Jón Björn
Hello. This post is likeable, and your blog is very interesting, congratulations :-). I will add in my blogroll =). If possible gives a last there on my blog, it is about the GPS, I hope you enjoy. The address is http://gps-brasil.blogspot.com. A hug.
Rosalega interressant að skoða blogg hjá Íslendingum sem skrifað er inn á annan hvern mánuð. Greyið GPS er desperat í að finna sér vini og er greinilega ekki að leita á réttum stöðum.
En þið öll hin eruð krútt fyrir að kíkja alltaf hingað inn á þessa síðu þar sem lítið gerist.
ÉG elska ykkur :)
Hilmz
Post a Comment
<< Home