2012

Wednesday, March 05, 2008

Sigur andans

Mig langar til þess að óska vini mínum til hamingju með áfangann. Rúnar Ingi Erlingsson var hetja Breiðabliks í 1. deildinni í körfubolta er hann gerði sigurstig liðsins úr vítaskotum gegn Val en með sigrinum eru Blikar komnir upp í úrvalsdeild. Rúnar sýndi mikinn karakter gegn Val því laugardeginum fyrir þennan leik hafði hann lent í miður skemmtilegri lífsreynslu.

Á laugardeginum var Rúnar að keppa með drengjaflokki í Breiðablik og fékk tækifæri til að knýja fram framlengingu með þremur vítaskotum en hann brenndi af síðasta vítaskotinu og keppnismaðurinn tók það inn á sig. Gegn Valsmönnum í meistaraflokki aðeins þremur dögum síðar var hann kominn í svipuð spor. Rúnar átti tvö vítaskot þegar 7 sekúndur voru eftir af leiknum og setti þau bæði niður sem reyndust sigurstig leiksins. Stór sigur og stór dagur fyrir Blika og stór stund hjá Rúnari sem lét ekki vítaskotin örlagaríku í drengjaflokki hafa áhrif á sig í meistaraflokki og sannaði að hann er einn efnilegast körfuknattleiksmaður þjóðarinnar og ég get ekki beðið eftir að sjá hann spila í efstu deild.


Til hamingju með þetta félagi!

Ég kannski bæti því við að Rúnar var með 39 stiga hita í leiknum!!!

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Vááá go Rúnar :) Ekkert smá flott hjá honum, enda thrusu leikmadur tharna á ferd !!! Til hamingju Rúnar.

10:52 PM  

Post a Comment

<< Home