Tímaeyðsla

Við lok myndarinnar litum við Birnir á hvern annan og hlógum „Skarphéðinshlátri“ yfir þessum gríðarlegu vonbrigðum. Þvílík og önnur eins vitleysutilraun til þess að taka undir með Leonardo DiCaprio og öðrum stórstjörnum sem hafa tekið málstað móður náttúru.
Shyamalan hefur tekið allmörg spor afturábak síðan hann gerði The Sixth Sense. Á eftir henni kom Unbreakable, fremur slöpp. Þar næst var svo Signs sem var þó betri en Unbreakable en næsta mynd var The Village og svo kom Lady in the Water og þarnæst The Happening. Þvílík og önnur eins rússíbanareið af vitleysu. Kannski er hann helvíti snjall höfundur og leikstjóri á Bandaríkjamarkaði en maðurinn er ekki bara fyrirsjáanlegur heldur skín það í gegn að hann þykist vera svo snjall að það kemur út eins og hann sé sjálfumglaður.
Leikurinn í myndinni fær seint óskarsverðlaun en skilaboðin eru: Hættum að misþyrma plánetunni okkar!
Á skalanum 1-10 er þetta mynd upp á einkuninna: 3
(finnst ég meira að segja vera nokkuð vægur með þessa einkunn)
Mín skilaboð til þeirra sem hugsa sér að kíkja á þessa mynd:
Verjum tímanum okkar betur!
0 Comments:
Post a Comment
<< Home