2012

Wednesday, June 18, 2008

Barcelona að baki

Þá er Barcelonaferðin okkar að baki og heppnaðist hún með miklum ágætum. Reyndar var veðrið ekkert til þess að hrópa húrra fyrir en það komu góðir dagar. Annars vorum við lítið að spá í veðrinu heldur tókst okkur alveg að týnast í borginni og njóta þess að vera til. Kom nokkuð á óvart hvað þetta helsta svæði borgarinnar er lítið. Maður var ekki lengi að labba athyglisverðustu staðina á enda.

Hinsvegar kom það á óvart að Spánverjarnir eru ekkert voðalega sleipir við eldavélarnar. Við áttum í stökustu vandræðum með að finna öflugan veitingastað sem gladdi svanga ferðalanga en sumt var ágætt.

Vitaskuld litum við á alla helstu staðina og það væri ekki úr vegi að kíkja aftur til Barcelona árið 2025 en þá stefna þeir að því að vera búnir með La Sagrada Familía, kirkjuna sem hefur verið í byggingu síðan fyrir 1900. Rosalega sérstök en flott kirkja.

Látum hér nokkrar laufléttar fylgja ásamt smá myndbroti af Magic Fountain sem er soldið flottur.

Kveðja,

Jón Björn


4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Velkomin heim sætu hjú...krúttleg myndin af ykkur í túristarútunni...Hilma sjúkleg alveg hreint og JB, já þú ert líka voðalega sætur með allt of mikið "nammi" í vörinni!!! mér finnst nýja klippingin þín reyndar mjög kúl ;)
Það fer að styttast í heimkomuna miklu....Hilmz var eitthvað að tala um sumarbústaðaferð, er það ekki alveg eðal????
knus
Sigrún Dögg

2:44 PM  
Anonymous Anonymous said...

Sumarbústaðaferð er dauðafæri! Algjört möst...
JBÓ

3:19 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ohh Barcelona er bara yndisleg:) Gott að þið nutuð ykkar enda ekki við öðru að búast af nautnaseggjum eins og ykkur.
Hafið það sem best og farið vel með bumbuna ykkar sætu sætu.. geggjað að vera bara komin með tengdadóttur í sigtið fyrir litla fallega prinsinn minn;)

11:37 PM  
Anonymous Anonymous said...

Já og þetta komment var semsagt í boði Guðrúnar Þorgerðar...vííí:)

11:38 PM  

Post a Comment

<< Home