Nöturleg niðurstaða við Þverárfjallsveg

Hver tók þá ákvörðun að fella dýrið? „Ætli það hafi ekki verið yfirlögregluþjónninn," sagði Pétur.
Þetta svartletraða kemur fram á mbl.is í dag. Eigum við eitthvað að ræða þetta comment? Ætli það hafi ekki verið yfirlögregluþjónninn... ja hérna. Veit enginn neitt... er ekkert að frétta... hefur enginn tekið eftir því að hvítabjörninn er í bráðri útrýmingarhættu. Hefur engum dottið í hug að við búum á eyjum og eigum það á hættu að fá til okkar hvítabirni endrum og sinnum? Væri þá ekki nær að hafa deyfilyf eða svefnlyf í pílum sem hægt væri að skjóta í þessi dýr?
Þá er ekki til áætlun um á Íslandi hvernig eigi að bregðast við þegar hvítabirnir ganga á land! Það vantar viðbragðsáætlun við þessum gangi náttúrunnar! Halló, það er 2008. Hvað eru ráðamenn þjóðarinnar að baxa eða undirmenn þeirra í viðeigandi stofnunum - tja... við höfum nú gert upp á bak í fjármálum okkar svo það skal engan undra að okkur sé nákvæmlega sama um eitt stykki hvítabjörn, kannski einhverjir sem sjá pening í þessu.
Okkur er s.s. ekkert heilagt, sem er mjög miður! Ekki aðeins er vöntun hjá okkur á virðingu fyrir hverju öðru heldur almennt fyrir umhverfinu og því sem hugsanlega skiptir máli í einhverju samhengi.
Mynd: http://www.mbl.is/
2 Comments:
Jamm, thetta eru otrulega sveitaleg vinnubrogd :( Engin fagmennska, bara drifid af i fljotfaerni! Madur verdur ekkert sma reidur!
Asdis Joh.
Fljótfærni er rétta orðið. Við lærum aldrei neitt. Síðast þegar hvítabjörn var felldur á og við Ísland var sunnan við Horn og þá var dýrið hengt á mjög grimmilegan hátt. Út frá þeirri niðurstöðu var aldrei brugðið á það ráð að vera með einhverja viðbragðsáætlun. Okkur er bara svo slétt sama. Mölbúar oft og tíðum!
Jón Björn
Post a Comment
<< Home