2012

Friday, June 06, 2008

Fyrstu vikunni í nýja starfinu að ljúka

Þá er fyrstu vinnuvikunni minni hjá Íþróttasambandi Fatlaðra við það að ljúka. Á morgun, laugardag, verður maður vappandi á milli tveggja móta á vegum sambandsins og svo er það bara Barcelona á mánudag.

Mér líst ofboðslega vel á nýja vinnustaðinn. Rétt hjá heimili mínu og í fyrsta sinn síðan í bæjarvinnunni gekk ég í vinnuna síðasta mánudag. Það var allt að því tímamótastund í mínu lífi þessi göngutúr. Vinnutíminn er líka flottur og hver veit nema mér takist að lækka forgjöfina í sumar á milli þess sem ég strýk bumbunni minni : )

Maður er orðinn soddann dúkur að einhverjir sáu sér þann kostinn vænstan að gera frétt um málið:



Ljúkum þessari vinnuviku með orðum Roy Rogers:

„Hér er ég kominn á áfangastað, Pési og þeir vita ekkert um það. Hér er planið það er ekki beisið, ég fer inn - þú umkringir pleisið."

Og munið að yougurt er skyrja!
(Kristinn R. Ólafsson)

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Já til hamingju með nýju vinnuna frændi! og innilega til hamingju með bumbuna bæði tvö! :D
knús

10:41 AM  
Anonymous Anonymous said...

til hamingju með bumbuna ykkar :)
Kveðja Sigurveig Petra

11:16 PM  
Anonymous Anonymous said...

Eruð þið komin heim aftur???
Kv
Sigrún Dögg

7:23 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hahaha lengi lifi herra Kristinn;)
Flott myndin af þér bróðir!
Kv.Ásdís

10:57 PM  

Post a Comment

<< Home