Barcelona á mánudag

Ég, Hilma og bumbubúinn förum til Barcelona á mánudag í langþráða afslöppun. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum http://www.wunderground.com/ verður heiðskýrt og 28 stiga hiti á mánudeginum svo maður ætti að koma vel brunninn heim.
Ég hef einu sinni áður komið til Barcelona og það var yfir helgi. Við pabbi fórum að sjá Börsunga leika á sínum magnaða Nou Camp eða Nývangi eins og vinur minn Kristinn R. Ólafsson myndi kalla þetta skrímsli af knattspyrnuvelli.
2 Comments:
Góða ferð litla fjölskylda :) knúsaðu Hilmu ekstra mikið frá okkur hérna í kongsins köben. Getum ekki beðið eftir að hitta ykkur í sumar.....jesús fæ alveg fiðring....í magann sko!!!!
knus
Sigrún Dögg og Jensen
Hehe, skal gert og bara sömuleiðis. Það verður grillsumar og gleðjast gumar... við erum orðin svolítið óþreyjufull á því að bíða eftir ykkur ; )
JBÓ
Post a Comment
<< Home