2012

Monday, June 30, 2008

Eystri-Rangá gaf vel

Þrír fræknir ofurhugar stóðu á sunnudag á bökkum aflahæstu ár sumarsins 2007 og renndu fyrir lax. Ekki var lengi að bíða uns fyrsti laxinn datt í hús en það var sjálfur Birnir Sær Björnsson sem setti í myndarlega 10 punda hrygnu. Reyndar varð það eini almennilegi fiskur ferðarinnar og honum var komið haganlega fyrir í kistu nálægt tökustað. Hrygnan verður svo notuð í hrognakreistingu en eins og glöggt má sjá á meðfylgjandi mynd leiddist ,,lefty” það ekki að fá jafn fagurskapaða skepnu á fluguna hjá sér.

Einn fiskur til viðbótar kom á land í ferðinni sem var ekki nema 3ja punda hrygna svo hollið kom ekki tómhent heim en áin gaf vel með þessari 10 punda hrygnu þó hún hafi ekki gefið mikið í þetta skipti.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

flott mynd;)

3:37 PM  

Post a Comment

<< Home