2012

Thursday, August 14, 2008

Spenntur fyrir hjólastólaruðningi

Þá er þetta allt farið að opnast fyrir manni. Íslendingar segja nú margir sögur sínar frá Peking þeir sem keppa þar eða fjalla um Ólympíuleikana og ferð okkar hjá Íþróttasambandi fatlaðra tekur stöðugt á sig nýja mynd. Við leggjum af stað 1. september og opnunarhátíð Ólympíumótsins fer fram þann 6. september næstkomandi.

Margir ruglast oft á þessum orðum, Ólympíuleikar og Ólympíumót. Það er heiðursmannasamkomulag millum þessara fylkinga að einvörðungu Ólympíuleikarnir beri sitt nafn og því fékk íþróttakeppni fatlaðra nafnið Ólympíumót. Í þriðja stað kemur Special Olympics sem er Ólympíumót þroskaheftra. Alls ekki svo flókið fyrir þjálfað auga starfsmann íþróttahreyfingar fatlaðra en fyrir hinn venjulega leikmann gæti þetta reynst þrautinni þyngra að muna. Eins er Íþróttasamband fatlaðra jafnan kallað Íþróttafélaga fatlaðra en það er aðeins til eitt Íþróttafélag fatlaðra og það er félagslið, þetta er sambærilegt og að ruglast á KR og KSÍ í fótboltanum.

Eitt sem hefur fangað athygli mína undanfarið er hjólastólaruðningur og verður keppt í þeirri grein á Ólympíumóti fatlaðra. Þar er engin miskunn eins og sést á þessu myndbandi:

http://www.youtube.com/watch?v=eKlmviAqMOc&feature=related

JBÓ

0 Comments:

Post a Comment

<< Home