Styttist í Peking

Ég fer út 1. september og kem aftur heim 18. september svo þetta er ferðalag í stærri kantinum. Mín bíða líka nokkrar vel valdar sprautur hér á spítala einum áður en ég get farið út. Þetta eiga að vera allskonar lyf og lyfleisur við hvaða pest sem kann að finnast í Kína. Mér finnst þessi mengunarmál þó vera stærsta pestin þarna úti, það sést vart á milli bygginga þarna í borginni en Kínverjarnir lofa bót og betrun.
Þessi mynd er af aðalleikvanginum á Ólympíuhátíðinni í ár og heitir hann Birdsnest. Enda keimlíkt fuglshreiðri. Þeir í Kína hafa ekki verið auðveldir í öllum þessum skráningarmálum og hverjum keppanda, þjálfara eða umsjónarmanni fylgja þvílíkar skriffinnskur að annað eins hefur vart sést. Kínverjarnir hafa þó verið duglegir að hafa þetta rafrænt svo eitthvað eru þeir að reyna að vera umhverfisvænir.
Ég ætla að vera duglegur að bomba hérna inn myndum og pistlum þegar út er komið og kannski áður en ég fer verð ég búinn að sýna ykkur meira frá þessu gríðarlega fyrirtæki sem Ólympíuleikarnir og Ólympíumótin eru.
JBÓ
3 Comments:
Váááá enn spennó...sko Ólympíuleikarnir en ekki sprauturnar !!! Ég fékk nokkrar fyrir Egyptaland fyrr á árinu...en thær eru pís of keik, you can do it ;) Segi bara góda ferd til Peking og segdu frúnni ad thad séu miklar líkur á ad hún fái gódan gest í heimsókn frá Dk á medan ad bóndinn er úti ;) ...segjum í kringum Ljósanótt :)
JEEEIIII, segir frúin :)
Hilma
Úff... það er alveg skelfilegt að missa af þér... en hey... ég verð í Peking! Þ.e.a.s. ef vopnaleitin í Keflavík meinar mér ekki að fara úr landi því handleggir mínir eru soddan byssur!
JBÓ
Post a Comment
<< Home