2012

Sunday, September 07, 2008

Ólympíumótið hafið

Opnunarhátíð Ólympíumóts fatlaðra í Peking var sko ekkert slor! Gæsahúðin lét heldur ekki á sér standa þegar maður labbaði út á leikvanginn með íslenska hópnum og tæplega 100.000 manns tóku manni fagnandi. Nú höfum við verið hér í Peking í tæpa viku og keppnin sjálf er brostin á eftir mikinn undirbúning og glæsilega opnunarhátíð.

Ólympíuþorpið sjálft er veglegt í alla staði og hvergi skortir okkur nokkurn skapaðan hlut. Þó finnur maður að það er kominn smá spenningur í hópinn fyrir því að komast niður í bæ og gera kostakaup. Verðlagið er líka nokkuð frábrugðið því sem við eigum að venjast heima og hefur maður heyrt heilu golfsettin fara á tæpar 30.000 kr en í mörgum tilfellum er það verðið á einni golfkylfu heima.

Þetta er búið að vera magnaður viðburður hingað til og einvörðungu meira sem á eftir að koma og mun ég smella inn hér fleiri myndum og frásögnum síðar meir.

Kveðja frá Kína,
JBÓ

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þetta hljómar sem sumir séu með hugann við næsta sumar í Leirunni;) Vona að þú skemmtir þér vel þarna fyrir austan og skoðaðu vel öll skilti sem þýdd eru yfir á enska tungu. kv, Jenni og Sigrún Dögg

10:28 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ertu búin að næla þér í silkijakkaföt eða eitthvað mega hip og kúl úr silki??;)
Kv.systir

11:57 AM  

Post a Comment

<< Home