Allur vindur úr manni
Það er ekki laust við að maður sé eftir sig nú þegar silfurverðlaun íslenska handboltaliðsins eru í höfn. Við Hilma fórum í brúðkaup á laugardagskvöldið og svo vakin snemma til að fara í handboltapartý hjá Stínu tengdó. Strákarnir okkar áttu aldrei séns í Frakkana en þetta var engu að síður magnað hjá þeim. Þá verður virkilega gaman að fylgjast með því þegar liðið kemur heim og sjá hvernig mótttökur þeir munu fá.
Eftir leik var allur vindur úr manni og maður er búinn að vera vakandi sofandi í allan dag. Óvenjulegt að vakna svona snemma á sunnudegi en mér segir svo hugur að þegar litli erfinginn kemur í heiminn þá verður örugglega einhver breyting á klukkunni hjá manni : )
0 Comments:
Post a Comment
<< Home