Klósettið komið í gang, allt að gerast!
Guð almáttugur á það til að vera smá erfiður því síðustu vikur hefur hann látið gula kvikindið skína af öllum krafti á meðan við húkum inni í íbúðinni okkar að gera hana klára. Ég man vart eftir annarri eins veðurblíðuhrynu og það er búið að vera nokkuð grátbroslegur fílingur í okkur Hilmu. Við byrjum bæði að vinna aftur á mánudag eftir tveggja vikna sumarfrí og þá standsetjum við heimilið meðfram vinnunni, þetta er að verða voðalega kósý hjá okkur.Salernið er komið í fullan sving en það var vígt með mikilli athöfn á fimmtudagskvöld. Á meðfylgjandi myndum sést á einni þeirra hve ánægð Hilma var með nýja klósettið sitt. Fyrsta nóttin okkar í nýju íbúðinni var s.s. á fimmtudagsnótt en steypiböð fara yfirleitt fram í Laugardalslauginn. Stefnt er að því að sturtan verði komin í gagnið ekki síðar en næsta fimmtudag. Hvern hefði grunað að yfirhalning á tæplega 5 fermetra baðherbergi myndi taka jafn langan tíma?
Annars er þetta allt að koma hjá okkur enda höfum við notið liðsinnis góðra pilta og meyja, allir boðnir og búnir til þess að rétta fram h
jálparhönd sem hefur verið ómetanlegt.Nú er sumarfríið að baki og blákaldur raunveruleikinn með heiðskírum himni bíður manns á mánudag.
Góðar stundir
Jón Björn



