2012

Tuesday, August 28, 2007

Enn ein sápan og ég sit fastur

Þá hefur Kananum enn eina ferðina tekist að líma mig við skjáinn. Að þessu sinni er það þátturinn Friday Night Lights og ég féll í stafi áður en fyrsti þátturinn var sýndur. Það þurfti ekki nema einn trailer og búmm... ég var húkkaður.

Þættirnir fjalla um ruðningslið í miðskóla í Texas í Bandaríkjunum þar sem áhuginn á þessari stragedíuíþrótt er hvað mestur. Allt svona efni, þættir, bíómyndir og heimildamyndir um íþróttir vekja endalaust áhuga minn og það styttist bráðlega í það, að vanda, að Hilma geti ekki rifið sig frá þessum þáttum. Mér tekst nefninlega furðu oft að smita hana af einhverri svona þvælu.

Vonandi verður þetta stutt sería annars verð ég að henda sjónvarpinu.

Monday, August 20, 2007

Boot Camp Hell Weekend

Erum að horfa á Boot Camp Hellweekend á Skjá einum, við erum bæði í Boot Camp en æfingarnar sem fólkið er að gera í sjónvarpinu eru hrein kvöl og pína. Mæli samt eindregið með Boot Camp, erfiðar æfingar og kveikir vel í keppnisskapinu hjá manni. Verst hvað maður er illa leikinn af harðsperrum eftir tímana : )

Fitt og flottur í sútið 6. okt hehe

Thursday, August 16, 2007

Beðið eftir steypibaðinu

Við bíðum þess enn að sturtan okkar verði tengd og henni komið í gagnið. Í augnablikinu ganga allar framkvæmdir voðalega hægt hjá okkur í íbúðinni og ef við viljum komast í steypibað þá verðum við að gjöra og svo vel að skella okkur í ræktina eða í sund og hana nú. Sturtuleysið yrði þó aldrei til þess að undirritaður kæmist í form...er það?

Annars vorum við að koma heim frá Köben þar sem við dvöldum hjá Sigrúnu og Jenna, hittum aðeins á Jórunni Björk og Elísu og nutum bara lífsins út í ystu æsar. Magnað að vera þarna niður á Íslandsbryggju, ég tapaði mér alveg á einhverju sjóstökkbretti sem var þarna í höfninni, stutt í barnið í manni.

Ef einhver kann að setja upp sturtu og tengja nippihné við pp rör í kvarttommu þá er sá hinn sami boðinn í kaffi til okkar : )

Nú bara bíðum við uns píparinn okkar hringir með nokkurra mínútna fyrirvara og kemur og græjar málið, þangað til verðum við að sturta okkur í ræktinni, ekki málið.